Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 16. 2015 | 11:00

LPGA: Lee efst e. 2. dag Kingsmill

Þetta er svo sannarlega keppnistímabil nýliðanna á LPGA; þeir eru að standa sig virkilega vel.

Í efsta sæti í hálfleik á Kingsmill Championship, sem fram fer í Williamsburg, Virginíu er einmitt einn nýliði Alison Lee.

Alison Lee er búin að spila á samtals 9 undir pari, 133 höggum (66 67).

Á hæla hennar er enn annar nýliði, Minjee Lee á 7 undir pari en 2. sætinu deilir Minjee með kylfingi, sem einnig komst í gegnum Q-school s.l. desember en er aðeins eldri í hettunni; Perrine Delacour frá Frakklandi.

Alison Lee sagði eftirfarandi eftir að ljóst var að hún væri í efst e. 2. hring:

Þetta er frábær keppni. Hún er olían á eld minn. Þar sem ég sé alla hina nýliðana spila vel þá vil ég líka gera það og skapa mér nafn. Ég held að það sé virkilega æðislegt að allir þessir nýliðar nú í ár séu að spila svona vel.“

Einu mistök Alison Lee á 2. hring voru á 6. holu þar sem hún virtist missa einbeitingu aðeins og þrípúttaði fyrir skolla.  Hún náði því strax aftur með glæsifugli á næstu holu.

Hörkuduglegir þessir nýju kvenkylfingar á LPGA!

Sjá má stöðuna eftir 2. dag á Kingsmill Championship með því að SMELLA HÉR:

Sjá má hápunkta 2. dags á Kingsmill Championship með því að SMELLA HÉR: