Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 16. 2015 | 10:00

Íslandsbankamótaraðirnar hefjast eftir viku!

Íslandsbankamótaröðin fyrir börn og unglinga hefst 23. maí n.k. en fyrsta mótið fer fram á Garðavelli á Akranesi.

Í flokkum 17-18 ára hefst keppni á föstudeginum 22. maí en þeir flokkar leika 54 holur en 36 holur í öðrum aldurs- flokkum.

Skráning er hafin og er hægt að finna upplýsingar um fjölda keppenda í hverjum flokki í upplýsingareit um mótið í mótaskrá.

Fyrsta mótið á Áskorendamótaröð Íslandsbanka fer fram á Kálfatjarnarvelli Vatnsleysuströnd á sama tíma, þ.e. laugardaginn 23. maí.  Leiknar eru 18 holur á mótum Áskorendamótaraðarinnar.

Áskorendamótaröð Íslandsbanka er tilvalin æfingamótaröð fyrir þá sem ekki ná forgjafarmörkum Íslandsbankamótaraðarinnar.

Nú þegar þetta er ritað kl. 9:55 hafa að laugardagsmorgni 16. maí hafa 88 skráð sig á mótið á Skaganum, en það er hægt að skrá sig í mótið með því að SMELLA HÉR: 

Þegar þetta er ritað kl. 9: 57 að laugardagsmorgni 16. maí hafa 33 skráð sig á mót Áskorendamótaraðar Íslandsbanka á Vatnsleysunni, en það er hægt að skrá sig í mótið með því að SMELLA HÉR: