Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 17. 2015 | 08:00

LPGA: Delacour efst á Kingsmill

Franski kylfingurinn Perrine Delacour er efst á Kingsmill Championship eftir 3. keppnisdag.

Hún er búin að spila á samtals 11 undir pari, 202 höggum (67 68 67).

Í 2. sæti er forystukonan e. 2. dag, nýliðinn snjalli Alison Lee, sem er aðeins 1 höggi á eftir á samtals 10 undir pari.

Í 3. sæti eru síðan 3 kylfingar: Mijee Lee, So Yeon Ryu og Paula Creamer; allar á samtals  9 undir pari, hver.

Til þess að sjá stöðuna á Kingsmill e. 3. dag SMELLIÐ HÉR: