Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 17. 2015 | 00:30

PGA: Rory á 61 og leiðir

Rory McIlroy sló vallarmetið á Quail Hollow á 3. hring Wells Fargo mótsins í dag.  Rory átti fyrra metið 62 högg, sem jafnað var af Brendon De Jonge í fyrra.

Rory þurfti aðeins 2 fugla á síðustu 2 holurnar til þess að brjóta 60, þ.e. spila á töfratölunni 59, en því var ekki ætlað að verða – hann lék síðustu tvær holurnar á pari.

Rory lék á 11 undir pari, 61 höggi og hefir tekið 4 högga forystu á Wells Fargo fyrir lokahringinn, sem leikinn verður á morgun.

Samtals er Rory búinn að spila á 18 undir pari, 198 höggum (70 67 61).

Þetta er einfaldlega völlur sem er að henta mér vel“ sagði nr. 1 á heimslistanum, Rory, eftir hringinn góða.

Til þess að sjá stöðuna á Wells Fargo eftir 3. dag SMELLIÐ HÉR: 

Sjá má hápunta 3. dags á Wells Fargo með því að SMELLA HÉR: