
GR: Óskar Bjarni og Hjörtur sigruðu í punktakeppni – Patrekur Nordquist var á besta skori á Opnunarmóti Korpu
Fyrsta golfmót sumarsins hjá Golfklúbbi Reykjavíkur, Opnunarmót Korpu var haldið á Korpúlfsstaðvelli í dag og opnaði völlurinn formlega með mótahaldinu. Keppt var í punktakeppni með forgjöf í tveimur forgjafarflokkum og voru veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hvorum flokki. Að auki voru veitt verðlaun fyrir besta skor. Nándarverðlaun voru veitt þeim sem var næstur holu í upphafshöggi á öllum par 3. holum vallarins.
Golf 1 var á staðnum og má sjá myndir af Opnunarmótinu með þvi að SMELLA HÉR:
Þátttakendur voru 170 og luku 167 leik þar af 19 konur og af þeim stóð Ásta Óskarsdóttir sig best, lék á 37 punktum en á besta skori kvenna var Halla Björk Ragnarsdóttir, á 84 höggum og eins var hún sú eina í lægri forgjafarflokki í punktakeppninni, þar sem hún var með 29 punkta. Ekki voru veitt sérstök verðlaun í kvennaflokki
Sigurvegarar yfir mótið í heild urðu þessir:
Í forgjafaflokki 0-8,4 lék Óskar Bjarni Ingason frábært golf. Óskar Bjarni lék á 41 punkti eða 71 höggi (-1) á Korpúlfsstaðvelli í dag.
Í forgjafaflokki 8,5 og hærra var það Hjörtur Ingþórsson sem lék manna best. Hjörtur hlaut alls 40 punkta á hringnum og lék á 80 höggum. Frábært golf hjá þeim Óskari Bjarna og Hirti.
Það var hart barist í höggleiknum. Þrír kylfingur þeir Patrekur Nordquist Ragnarsson, Eggert Kristján Kristmundsson og Óskar Bjarni Ingason léku allir á 71 höggi eða -1 pari vallarins.
Eins og fram kom í keppnisskilmálum mótsins „Verði tveir eða fleiri jafnir í verðlaunasæti í höggleik skal reikna högg á seinni 9 holunum (10-18).“ Það kemur því í hlut Patreks Nordquist að vera sigurvegari dagsins í höggleikum. Patrekur lék seinni 9 holurnar á 34 höggum eða -2 höggum undir pari.
Keppendur höfðu á orði að Korpúlfsstaðvöllur hefur sjaldan eða aldrei komið eins vel undan vetri. Virkilega ánægjulegt hvað félagsmenn okkar voru ánægðir með ástand vallarins að loknu fyrsta móti ársins. Skorum hér með á félagsmenn okkar að bóka hring við fyrsta tækifæri á Korpúlfsstaðvelli.
Úrslit úr Opnunarmóti Korpu urðu eftirfarandi:
Flokkur 0 – 8,4:
1. Sæti – Óskar Bjarni Ingason GR 41 punktur
2. Sæti – Eggert Kristján Kristmundsson GR 39 punktar
3. Sæti – Björn Þór Hilmarsson GR 37 punktar
Flokkur 8,5 og hærra:
1. Sæti – Hjörtur Ingþórsson GR 40 punktar
2. Sæti – Axel Jóhann Ágústsson GR 39 punktar (21 punktur á seinni 9)
3. Sæti – Valur Árnason GR 39 punktar (19 punktar á seinni 9)
Besta skor: Patrekur Nordquist Ragnarsson lék á 71 höggi (-1)
Nándarverðlaun:
3. braut = Björn Þór Hilmarsson, 1.36 metrar
6. braut = Björn Víglundsson, 1.25 metrar
9. braut = Hilmar Árnason, 40.5 cm
11. braut = Helgi Anton Eiríksson, 3.25 metrar
17. braut = Haukur Örn Björnsson, 2.95 metrar
Sjá má heildarúrslit í Opnunamóti Korpu með því að SMELLA HÉR:
Vinningshafar geta vitjað vinninga á skrifstofu GR að Korpúlfsstöðum frá og með mánudeginum 18. maí. Skrifstofan er opinn frá kl.9:00 til 16:00.
Texti: GR
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024