
GR: Óskar Bjarni og Hjörtur sigruðu í punktakeppni – Patrekur Nordquist var á besta skori á Opnunarmóti Korpu
Fyrsta golfmót sumarsins hjá Golfklúbbi Reykjavíkur, Opnunarmót Korpu var haldið á Korpúlfsstaðvelli í dag og opnaði völlurinn formlega með mótahaldinu. Keppt var í punktakeppni með forgjöf í tveimur forgjafarflokkum og voru veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hvorum flokki. Að auki voru veitt verðlaun fyrir besta skor. Nándarverðlaun voru veitt þeim sem var næstur holu í upphafshöggi á öllum par 3. holum vallarins.
Golf 1 var á staðnum og má sjá myndir af Opnunarmótinu með þvi að SMELLA HÉR:
Þátttakendur voru 170 og luku 167 leik þar af 19 konur og af þeim stóð Ásta Óskarsdóttir sig best, lék á 37 punktum en á besta skori kvenna var Halla Björk Ragnarsdóttir, á 84 höggum og eins var hún sú eina í lægri forgjafarflokki í punktakeppninni, þar sem hún var með 29 punkta. Ekki voru veitt sérstök verðlaun í kvennaflokki
Sigurvegarar yfir mótið í heild urðu þessir:
Í forgjafaflokki 0-8,4 lék Óskar Bjarni Ingason frábært golf. Óskar Bjarni lék á 41 punkti eða 71 höggi (-1) á Korpúlfsstaðvelli í dag.
Í forgjafaflokki 8,5 og hærra var það Hjörtur Ingþórsson sem lék manna best. Hjörtur hlaut alls 40 punkta á hringnum og lék á 80 höggum. Frábært golf hjá þeim Óskari Bjarna og Hirti.
Það var hart barist í höggleiknum. Þrír kylfingur þeir Patrekur Nordquist Ragnarsson, Eggert Kristján Kristmundsson og Óskar Bjarni Ingason léku allir á 71 höggi eða -1 pari vallarins.
Eins og fram kom í keppnisskilmálum mótsins „Verði tveir eða fleiri jafnir í verðlaunasæti í höggleik skal reikna högg á seinni 9 holunum (10-18).“ Það kemur því í hlut Patreks Nordquist að vera sigurvegari dagsins í höggleikum. Patrekur lék seinni 9 holurnar á 34 höggum eða -2 höggum undir pari.
Keppendur höfðu á orði að Korpúlfsstaðvöllur hefur sjaldan eða aldrei komið eins vel undan vetri. Virkilega ánægjulegt hvað félagsmenn okkar voru ánægðir með ástand vallarins að loknu fyrsta móti ársins. Skorum hér með á félagsmenn okkar að bóka hring við fyrsta tækifæri á Korpúlfsstaðvelli.
Úrslit úr Opnunarmóti Korpu urðu eftirfarandi:
Flokkur 0 – 8,4:
1. Sæti – Óskar Bjarni Ingason GR 41 punktur
2. Sæti – Eggert Kristján Kristmundsson GR 39 punktar
3. Sæti – Björn Þór Hilmarsson GR 37 punktar
Flokkur 8,5 og hærra:
1. Sæti – Hjörtur Ingþórsson GR 40 punktar
2. Sæti – Axel Jóhann Ágústsson GR 39 punktar (21 punktur á seinni 9)
3. Sæti – Valur Árnason GR 39 punktar (19 punktar á seinni 9)
Besta skor: Patrekur Nordquist Ragnarsson lék á 71 höggi (-1)
Nándarverðlaun:
3. braut = Björn Þór Hilmarsson, 1.36 metrar
6. braut = Björn Víglundsson, 1.25 metrar
9. braut = Hilmar Árnason, 40.5 cm
11. braut = Helgi Anton Eiríksson, 3.25 metrar
17. braut = Haukur Örn Björnsson, 2.95 metrar
Sjá má heildarúrslit í Opnunamóti Korpu með því að SMELLA HÉR:
Vinningshafar geta vitjað vinninga á skrifstofu GR að Korpúlfsstöðum frá og með mánudeginum 18. maí. Skrifstofan er opinn frá kl.9:00 til 16:00.
Texti: GR
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023
- júlí. 29. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (30/2023)
- júlí. 29. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Signý Marta Böðvarsdóttir – 29. júlí 2023
- júlí. 28. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hinrik Gunnar Hilmarsson og Þórdís Lilja Árnadóttir – 28. júlí 2023
- júlí. 27. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jordan Spieth – 27. júlí 2023
- júlí. 26. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Mick Jagger, Allen Doyle, Sigríður Rósa Bjarnadóttir og Daniel Hillier – 26. júlí 2023