Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 16. 2015 | 20:00

Evróputúrinn: Ensk forysta f. lokahring Opna spænska

Það eru ensku kylfingarnir David Howell og James Morrison, sem eru í forystu fyrir lokahring Opna spænska.

Báðir eru búnir að spila á samtals 7 undir pari, 209 höggum; Howell (71 69 69) og Morrison (70 71 68).

Í 3. sæti er ítalski kylfingurinn Francesco Molinari 2 höggum á eftir forystumönnunum á samtals 5 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag Opna spænska SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Opna spænska SMELLIÐ HÉR: