Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 18. 2015 | 16:00

LPGA: Lee sigurvegari Kingsmill!

Það var nýliðinn Minjee Lee, sem stóð uppi sem sigurvegari í Kingsmill Championship, sem lauk í gær 17. maí 2015 í Williamsburg, Virginíu.

Minjee er ein af þessum ofurnýliðum í nýliðahópnum á LPGA í ár og er þetta hennar fyrsti sigur á mótaröðinni.

Minjee lék á samtals á 15 undir pari, 269 höggum (68 67 69 65) og vann sér inn $ 195.000 þ.e. rúmar 25 milljónir íslenskra króna.

Hún átti 2 högg á So Yeon Ryu frá Suður-Kóreu, sem hafnaði í 2. sæti og 3 högg á bandaríska nýliðann á LPGA (og nöfnu sína) Alison Lee, sem lék á samtals 12 undir pari.

Til þess að sjá lokastöðuna á Kingsmill Championship SMELLIÐ HÉR: