
Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst keppir um stóra titilinn
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, tryggði sér sæti á lokamóti NCAA háskólamótaraðarinnar, með því að enda í sjötta sæti á San Diego Regional meistaramótinu sem lauk í gær. Guðmundur Ágúst er fyrsti kylfingurinn úr röðum ETSU háskólaliðsins sem kemst í úrslitakeppni NCAA frá árinu 2010 – en ETSU liðið komst ekki í úrslitakeppnina.
Guðmundur Ágúst lék hringina þrjá á samtals þremur höggum undir pari á The Farms vellinum í San Diego, 213 höggum. Hann var með bestan árangur af þeim kylfingum sem voru í liðum sem náðu ekki að komast í úrslitakeppnina. Alls fékk Guðmundur Ágúst ellefu fugla á hringjunum þremur og þar af þrjá á fyrri 9 holunum á lokahringnum. Hann fékk hinsvegar þrjá skolla á síðustu 9 holunum og lék á 73 höggum eða +1.
„Ég er vissulega glaður að tryggja mér keppnisrétt á lokamótinu (Nationals) – en ég hefði kosið að fara þangað með liðinu en ekki sem einstaklingur. Fyrsti hringurinn var góður og mér tókst að halda mér á meðal þeirra efstu. Ég lék ekkert sérstaklega vel á lokahringnum og ég vissi ekki að ég hefði komist inn á lokamótið fyrr en 20 mínútum eftir að ég hafði lokið keppni. Sú stund var súrsæt þar sem ég hefði kosið að deila því með liðsfélögunum.“
Fred Warren þjálfari ETSU var ánægður með íslenska kylfinginn. „Ég er stoltur að því að Guðmundur sé á leiðinni í lokamótið. Aðeins þeir bestu úr hverju héraði komast í úrslitamótið og sú staðreynd segir allt sem segja þarf um hversu vel Guðmundur hefur leikið. Ég er glaður fyrir hans hönd og hann á þetta skilið eftir gott tímabil á vörönn. Það er dásamlegt tækifæri að fá að taka þátt á þessu móti og keppa um NCAA titilinn sem fulltrúi ETSU.“
Margir þekktir kappar hafa staðið uppi sem sigurvegararar í einstaklingskeppninni á lokamóti NCAA. Þar má nefna; Jack Nicklaus (1961), Hale Irwin (1967), Ben Crenshaw (1971,72,73), Curtis Strange (1974), Phil Mickelson (1989, 90, 92), Tiger Woods (1996), Luke Donald (1999).
Heimild: golf.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024