Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 19. 2015 | 21:00

GA: Opnun Jaðars á sunnudag

Næstkomandi laugardag, 23, maí verður vinnudagur á Jaðri.

Hefst vinnudagurinn kl. 10:00 og vonast þeir hjá GA að sjálfsögðu til þess að sjá sem flesta GA félaga 🙂

Að vinnudegi loknum verður boðið upp á léttar veitingar og svo munu þeir sem tóku til hendinni skella sér í golf.

Jaðar opnar svo formlega sunnudaginn 24. maí. Við munum því miður ekki geta opnað meira en holur 1 – 9 þar sem enn er nokkur bleyta í suður vellinum. Hann verður opnaður um leið og tækifæri gefst til í næstu viku.

Einnig hefur verið tekið ákvörðun um það að bíða aðeins með að opna nýju brautirnar. Vorið hefur verið kalt og því skynsamlegra að gefa þeim ca. 2 vikur í viðbót og hleypa þeim betur af stað.

Formlegt opnunarmót Jaðars verður svo haldið laugardaginn 30 maí.

Gleðilegt golfsumar 🙂