Martin Kaymer
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 19. 2015 | 14:00

Kaymer vill láta fresta PGA Championship

Tvöfaldur risamótssigurvegari Martin Kaymer hefir hvatt Evrópumótaröðina til þess að færa flaggskipsmót sitt þar til síðar í sumar.

The European PGA Championship hefst á Wentworth n.k. fimmtudag og Þjóðverjinn (Kaymer) finnst að það sé of snemmt á keppnistímabilinu og að keppendur muni ekki sjá völlinn í sínu besta.

Kaymer, sem er US PGA Champion árið 2010 og sigurvegari Opna bandaríska 2014 og nr. 1 á heimslistanum Rory McIlroy munu spila í mótinu en margar stórstjörnur hafa dregið sig úr mótinu.

Þeir sem hafa dregið sig úr mótinu eru:  Sergio Garcia, Ian Poulter, Henrik Stenson og Paul Casey og nú á síðustu og verstu hefir enn eitt stóra nafnið dregið sig úr mótinu, þ.e. nr. 15 á heimslistanum, Patrick Reed.

Mótið er haldið 4 vikum fyrir 2. risamót golfsins á þessu ári, Opna bandaríska , sem verður haldið á Chambers Bay en Kaymer er ákveðinn að færa ætti það til, þar til síðar á árinu, til þess að koma til móts við keppendur.

Ég myndi vilja sjá þetta mót, vegna þess að það er mikilvægasta mótið sem við spilum á Evrópumótaröðinni, fara fram síðar á árinu.“

„Það eina sem mótið strögglar með á hverju ári eru flatirnar. Það er mjög erfitt held ég fyrir vallarstarfsmennina að koma flötunum í eins gott form og þau geta verið í.“

Og eftir að hafa talað við nokkra klúbbfélaga þá sögðu þeir að ef ég kæmi hingað eftir 6 vikur myndu flatirnar vera fullkomnar.“ Þannig að þetta er það fyrsta sem ég myndi breyta, Vegna þess, vitið þið, það eru möguleikar.

Ég held að það verði erfitt að planleggja í kringum Opna breska og Opna bandaríska, en í kringum svona stórt mót þá ætti að fást besta dagsetningin fyrir okkur leikmennina, það myndi vera jafnvel enn meira gaman að spila völlinn.“

Leikmennirnir keppa um 5 milljónir evrur (u.þ.b. 750 milljónir íslenskra króna) en samt hafa nokkrir kosið að keppa ekki á þessu 61. skipti sem mótið fer fram.

Kaymer hefir ekki komist í gegnum niðurskurð í 3 af síðustu 5 mótum sem hann hefir tekið þátt í þ.á.m. The Masters risamótinu og var býsna dapur með hring upp á 76 á Players Championship, þar sem hann átti titil að verja.

Kaymer er nú nr. 18 á heimslistanum, en finnst sem leikur sinn sé að koma saman fyrir næstu risamót ársins.

Hann bætti við: „Ég hef æft mikið í febrúar og mars og bara til þess að undirbúa mig fyrir Masters og verða reiðubúinn fyrir Master þá gerði ég líklega of mikið.“

Ég hvíldi líkama minn líklega ekki eins mikið og ég ætti og fann fyrir því á Master, ég fór inn í vikuna og var mjög, mjög þreyttur jafnvel án þess að spila.“

Þetta var ekki besta leiðin. En þetta var reynsla aftur og önnur leið til að læra á kannski fyrir framtíðina allt sem ég þarf að laga.“

 

Á s.l. vikum hef ég spilað vel. Ég sagði við kylfusveininn minn í gær: „Ég er virkilega spenntur fyrir næstu nokkrum vikunum og mánuðunum vegna þess að ég veit að allt mun falla í réttan farveg fyrr eða seinna og þegar maður æfir mikið þá er næstum ekki hægt að komast hjá að maður nái árangri. Þannig að það mun gerast. Þetta snýst bara um að vera þolinmóður.“