Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 18. 2015 | 14:00

GK: Ólafur Arnar 12 ára með ás!

Nú þegar farið er að glitta í sumarið og kylfingar farnir á stjá, þá er alltaf gaman að segja frá skemmtilegum uppákomum

Þann 4. maí síðastliðinn fór ungur kylfingur í Keili, Ólafur Arnar Jónsson holu í höggi á Sveinskotsvelli á 5. braut.

Við verkið notaði Ólafur Arnar 8 járn. .

Ólafur Arnar er einn af efnilegri kylfingum í klúbbnum og er einungis 12 ára gamall.

Golf 1 óskar Ólafi til innilega til hamingju með draumahöggið!