Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 19. 2015 | 10:00

GVG: Stjórnarfundur 17/5 2015

Stjórnarfundur fór fram hjá Golfklúbbnum Vestarr á Grundarfirði sunnudaginn 17. maí 2015.

Skýrsla stjórnar er eftirfarandi:

Stjórnarfundur Golfklúbbsins Vestarr þann 17.05.2015
Haldinn í húsnæði HSH í Samkomuhúsinu.
Mættir: Garðar, Ágúst, Ásgeir, Guðrún Björg, Kristín og Systa sem ritar fundargerð í fjarveru Unnar Birnu.
1. Fundur settur. Guðrún formaður kvennanefndar boðin velkomin
2. Fundargerð síðasta fundar. Var ekki lesin þar sem gleymdist að prenta hana út.
3. Verðlaun. Garðar sagði frá til boðum Golfskálans varðandi verðlaun.
4. Samráðsfundur golfklúbba þann 5.maí. Mostri, Vestarr og Staðarsveit hittust. Mótaröð verður á sunnudögum og mótsgjald hækkað í 2000.- Góð umræða um samstarf og samvinnu milli klúbbanna.
5. Vinnudagur 23.maí. Vinnudagur verður þann 23.maí kl.14.00. Allir hvattir til að mæta. Það er allt klárt, t.d. sandur o.þ.h.. Marteinn er samþykkur að GVG haldi áfram með framkvæmdir á t.d. 2.braut.
6. Mót og framkvæmd móta. Mótin að fara í gang. Það þarf að auglýsa bikarkeppnina og verður dregið á laugardaginn. Fulltrúi stjórnar, mótanefnd, vallarnefnd og skálanefnd þurfa að hittast fyrir mót. Skipuleggja vallarmat, starfsmann og veitingar.
7. Starfsmenn. Gummi Reynis er byrjaður að vinna. Sveinn Pétur byrjar 1.júni. Marteinn mún bera á þegar að því kemur. Athuga hvort við getum fengið starfsmann til að vera í skála og sinna ýmsum störfum þar í kring, s.s. bera á pallinn og fleira slíkt. Athuga hjá atvinnuleysisskrá.
8. Fjáröflunarnefnd. Það er allt á fullu!!! Lítið búið að gera en er í startholunum.
9. Mótanefnd. Sjá lið nr.6
10. Skálanefnd. Komið vatn á skálann. Verður þrifinn á laugardaginn. Skálanefnd mun sjá um öll innkaup.
11. Kvennanefnd. Súpufundur verður haldinn næsta fimmtudag og skipt verður niður verkum. Spurning að hafa peppmót. Umræða um kvennamót með karla innbyrðis. Unnur Birna og Kolla eru líklega í kvennanefnd.
12. Æfingasvæði, gjaldskrá. 300-500 kr. fatan víðast hvar á landinu. Rætt um að hafa fötuna á 300.- Hægt að kaupa árskort fyrir 7000.- Umræða um árgjald, vallargjald og fleira.
13. Jökulmílan. Hún verður 20.júní. Þurfum að hafa matarmikla súpu (kjötsúpu) og betra brauð. Við þurfum 15 starfsmenn. Boðið verður uppá flutninga frá nágrannasveitarfélögunum. Umræða um að HSH taki þetta að sér í framtíðinni.
14. Önnur mál.
Siggi Hlö sem ætlaði að koma og halda ball kemur seinna.
Bylgja Braga frá Lindsey sendi tilboð fyrir skálann.
Áframhaldandi vinastarfssemi við Akranes.
Vera duglegri við að setja inná feisbúkkið og á heimasíðuna.
Verið er að vinna í því að fjölga í klúbbnum.
Golfkennari er væntanlegur til okkar í sumar.
Rætt um sveitakeppni eldri kylfinga.
Finna liðstjóra fyrir Ryderinn og sveitakeppnirnar í tíma.
Búið er að bóka sumarbústað í Hveragerði fyrir sveitakeppni kvenna.

Ekki fleira rætt.
f.h.ritara
Helga Ingibjörg Reynisdóttir