Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 30. 2015 | 18:00

LET Access: Valdís Þóra T-25 – Ólafía náði ekki niðurskurði í Noregi

Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni er í 25.–32. sæti að loknum öðrum keppnisdegi af alls þremur á Drøbak Ladies meistaramótinu sem fram fer í Noregi.

Mótið er hluti af LET Access atvinnumótaröðinni sem er næst sterkasta atvinnumótaröð kvenna í Evrópu. Valdís hefur leikið tvo fyrstu hringina á 147 höggum (73-74) +7 samtals.

Lokahringurinn fer fram á morgun, sunnudag. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR komst ekki í gegnum niðurskurðinn á þessu móti. Íslandsmeistarinn frá árinu 2014 lék fyrsta hringinn á 80 höggum eða þann síðari á pari vallar eða 72 höggum. Það dugði ekki til þess að komast í gegnum niðurskurðinn.

Ólafía ætlar að taka sér frí frá keppnisgolfinu á næstu dögum og stefnir á mót á LET Access mótaröðinni sem hefst þann 11. júní.

Til þess að sjá stöðuna á Drøbak Ladies meistaramótinu SMELLIÐ HÉR: