Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 31. 2015 | 08:00

PGA: Bowditch leiðir f. lokahringinn

Steven Bowditch leiðir fyrir lokahringinn á AT&T Byron Nelson á TPC Four Seasons Resort.

Hann er búinn að spila á 13 undir pari, 195 höggum (62 68 65).

Tveimur höggum á eftir honum eru DJ (Dustin Johnson) og landar hans Scott Pinkney, Jon Curran, Jonathan Randolph og Jimmy Walker.

DJ átti stórglæsilegan hring upp á 62 högg og var á besta skorinu á 3. hring.

Það stefnir í æsispennandi golf í kvöld á Byron Nelson mótinu!

Til þess að fylgjast með stöðunni á Byron Nelson SMELLIÐ HÉR: