Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 31. 2015 | 02:00

Evróputúrinn: Kjeldsen efstur á Opna írska

Daninn Sören Kjeldsen er efstur fyrir lokahring Opna írska á Royal County Down vellinum í Newcastle, Írlandi.

Kjeldsen er búinn að spila á samtals 7 undir pari, 206 höggum (69 70 67).

Í 2. sæti fast á eftir Kjeldsen eru Rafa Cabrera Bello frá Kanarí-eyjum og þýski kylfingurinn Maximillian Kiefer.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag Opna írska SMELLIÐ HÉR

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Opna írska SMELLIÐ HÉR: