Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 30. 2015 | 20:00

Nordic Golf League: Birgir Leifur lauk leik T-12 í Danmörku

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG endaði í 12.–15. sæti á Nordic League atvinnumótaröðinni sem fram fór um helgina.

Kitchen Joy meistaramótið fór fram á H. C. Andersen vellinum í Danmörku.

Birgir, sem er sexfaldurÍslandsmeistari í golfi, lék hringina þrjá á -5 samtals (70-72-69).

Hann var sjö höggum á eftir Svíanum Per Barth sem sigraði á -12 samtals.

Birgir Leifur er með takmarkaðann keppnisrétt á næststerkustu atvinnumótaröð Evrópu, Áskorendamótaröðinni, og bíður hann eftir tækifæri til þess að fá að spreyta sig á þeirri mótaröð.

Hann er á biðlista fyrir hvert einasta mót en samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Europeantour er Birgir Leifur á meðal keppenda á Swiss Challenge sem hefst á fimmtudaginn í næstu viku á Sempachersee vellinum í Sviss.

Til þess að sjá lokastöðuna á Kitchen Joy Championship SMELLIÐ HÉR: