Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 31. 2015 | 09:00

Rory talar um nýju ástina í lifi sínu

Konan sem er ástæða þess að Rory sleit trúlofun sinni við Caroline Wozniacki er hin 29 ára Erica Stoll.

Hún er í fullu starfi í Flórída hjá PGA túrnum.

Rory og Erica hafa verið saman í 6 mánuðu núna.

Þau kynntust 2012 meðan Rory var enn með dönsku tennisdrottningunni Caroline Wozniacki, en Rory og Caro eins og hún var kölluð hættu saman á síðasta ári aðeins nokkrum dögum eftir að brúðkaupsboðskortin höfðu verið sent út.

Rory segist í dag vera mjög sáttur og hann ver miklum tíma heima hjá Ericu í Palm Beach.

Rory sagði í viðtali sem hann gaf í County Down: „Ég er mjög ánægður í einkalífi mínu.  Hún spilar ekki golf.“

„Ég hef þekkt hana (Ericu) í 3 ár og við erum góðir vinir… ef allt utan golfvallarins er gott, þá leyfir það manni að vera enn betri á honum.“

„Við höfum ekkert haft hátt um samband okkar.  S.l. 6-7 mánuðir hafa verið virkilega góðir.  Þetta (sambandið við Ericu) er hluti sá hluti lífs míns sem er frábær.“

Erica og Rory hittust fyrst þegar Rory næstum missti af rástíma sínum í Ryder bikarnum í Kraftaverkinu í Medinah en Erica sá til þess að hann kæmist út á völl.

Þau Rory og Erica vörðu m.a. gamlársdegi saman á lúxushóteli í Co Mayo; nákvæmlega ári eftir að Rory og Caroline trúlofuðu sig í Sydney, Ástralíu.

Rory batt enda á trúlofun sína og Caroline í stuttu samtali 5 mánuðum síðar í maí 2014 eftir að segja við fjölmiðla að hann „væri ekki tilbúinn í allt það sem hjónaband fæli í sér.“

Rory sagði: „Ég óska Caroline allrar þeirrar hamingju sem hún á skilið og þakka henni fyrir þann frábæra tíma sem við áttum saman.“

Í maí á þessu ári sagði Caroline m.a. frá þeim sársauka sem sambandsslitin hefðu valdið henni, en hún sagði m.a. að hún hefði haft það allt til þess augnabliks (sem Rory hringdi). „Ég átti frábæran feril, var að fara að gifta mig, ég átti fullkomna fjölskyldu.  Allt var frábært. Síðan er heimi manns bara snúið við – frá einni sekúndunni á þá næstu. Það var eins og einhver nákominn í fjölskyldunni hefði dáið.