Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 9. 2015 | 20:29

15 ára og náði á Opna bandaríska gegnum úrtökumót

Cole Hammer er e.t.v. nafn á kylfingi, sem vert er að leggja á minnið.

Hann komst í gegnum úrtökumót fyrir Opna bandaríska risamótið, sem væri s.s. ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að Hammer er 15 ÁRA!!!

15 ÁRA og farinn að spila meðal þeirra bestu – hann fær Jordan Spieth til að líta út eins og gamlingja!

Hammer, sem er frá Houston, Texas er kominn í 156 kylfinga hópinn sem tíar upp í Chambers Bay.

Hammer er búinn að gefa munnlegt loforð um að spila í golfliði University of Texas árið 2018 – en loforðið gaf hann fyrir 2 árum – svo mikið er spunnið í hann að háskólaspæjararnir frá Texas háskóla vildu endilega fá hann í liðið.

Nú er bara að sjá hvernig þessi yngsti keppandi á Chambers Bay stendur sig!  Hvernig sem allt fer þá fer þetta allt í reynslubankann hjá Hammer  Annars er þetta geggjað nafn á kylfingi, sbr. hægt að tala um að Hammer hafi hamrað boltann o.s.frv.  🙂