
GHG: Opna Hótel Selfoss kvennamótið 19. júní n.k. – Glæsileg verðlaun!
Á kvennafrídaginn þann 19. júní verður haldið nýtt og skemmtilegt mót á Gufudalsvelli, í Hveragerði.
Opna Hótel Selfoss Kvennamótið verður punktamót með glæsilegum vinningum fyrir efstu þrjú sætin ásamt fullt af aukavinningum. Dregið verður úr skorkortum við lok móts og verða veittar teiggjafir við byrjun móts.
Hægt er að komast inn á vef GSÍ til að skrá sig í mótið með því að SMELLA HÉR:
Vinningar eru frá Hótel Selfoss og Ölgerðinni
Vinningaskrá
1. sæti Tveggja nátta smellur
Innifalin er gisting í tvær nætur í tveggja manna herbergi, þríréttaður kvöldverður hússins annað kvöldið, morgunverður af hlaðborði á Riverside restaurant ásamt aðgang að heilsulind Riverside spa.
Gjafabréfið gildir fyrir tvo. Ein rúta af Egils Gull fylgir með.
2. sæti Spa smellur
Innifalið er gisting í eina nótt í tveggja manna herbergi, þríréttaður kvöldverður hússins, morgunverður af hlaðborði á Riverside Restaurant og aðgangur í heilsulind Riverside spa.
Gjafabréfið gildir fyrir tvo. Ein rúta af Egils Gull fylgir með.
3. sæti Nætur smellur
Innifalið er gisting í eina nótt í tveggja manna herbergi, þríréttaður kvöldverður hússins og morgunverður af hlaðborði á Riverside restaurant.
Gjafabréfið gildir fyrir tvo. Ein rúta af Egils Gull fylgir með.
Nándar verðlaun á 7/16 holu og 9/18 holu
Út að borða fyrir tvo á Riverside restaurant að verðmæti 13.000 kr. Mama Piccini hvítvín fylgir með.
Lengsta teighögg á 6. braut
Út að borða fyrir tvo á Riverside restaurant að verðmæti 13.000 kr. Mama Piccini hvítvín fylgir með.
Skorkortaúrdráttur
4x Spa smellur.
2x Spa-aðgangur fyrir 10 manna hóp.
2x Gjafabréf á Riverside restaurant fyrir tvo að verðmæti 13.000 kr.
2x Hvítvínsflöskur.
Skráning á golf.is og í síma 483 5090 og lýkur fimmtudaginn 18. júní kl. 24:00
Tveir rástímar af öllum teigum klukkan 11:00 og kl. 16:00
Verðlaunaafhending er áætluð klukkan 21:00
Einungis kylfingar með löglega forgjöf geta unnið til verðlauna.
Mótsgjald 4500.-
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024