Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 10. 2015 | 10:00

Nýtt golfpar

Þetta er bara eins og ævintýri – samband LPGA kylfingsins Brittany Lincicome og Dewald Gouws – þau segja að það hafi verið ást við fyrstu sýn.

Brittany, sem nefnd er „Bam Bam“ af félögum sínum á LPGA vegna mikillar lengdar sinnar af teig – það lengsta 369 yarda þ.e. 337 metra kynntist Gouws sem er atvinnumaður í golfi frá Suður-Afríku einmitt í sleggjukeppni, þ.e. 2012 World Long Drive Championship í Nevada, þar sem Gouws var reyndar ekki að keppa en fór frá mótinu með eiginhandaráritun Lincicome á vöðvastæltum brjóstkassanum.

Gouws er þekkt fyrir löng dræv sín og á m.a. dræv upp á 465 yarda, þ.e. 425 metra.

Brittany og Dewald voru hrifin af hvort öðru alveg frá fyrsta hæ-i og þau spiluðu m.a. mjög fljótt golf saman og ástin óx við hvert langa drævið eftir annað og sameiginlegan áhuga á flestum íþróttagreinum.

Nú er svo komið að Brittany og Dewald ætla að gifstast í desember  á þessu ári.