Kristján Þór og Tinna – Íslandsmeistarar í holukeppni 2014! Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 9. 2015 | 20:00

Eimskipsmótaröðin 2015 (3): Staðan á stigalistanum fyrir Íslandsmótið í holukeppni

Símamótið á Eimskipsmótaröðinni sem fram fer um næstu helgi á Hlíðavelli í Mosfellsbæ er síðast mótið fyrir Íslandsmótið í holukeppni.

Það er að miklu að keppa fyrir kylfinga að komast í hóp 32 efstu á stigalistanum en aðeins 32 stigahæstu kylfingarnir í karla – og kvennaflokki fá keppnisrétt á Íslandsmótinu í holukeppni sem fram fer á Jaðarsvelli á Akureyri 19. – 21. júní.

Stigalistinn fyrir Íslandsmótið í holukeppni er reiknaður út frá árangri kylfinga á mótum Eimskipsmótaraðarinnar frá því að Íslandsmótinu í holukeppni lauk á Hvaleyrarvelli í fyrra.

Þar stóðu þau Kristján Þór Einarsson (GM) og Tinna Jóhannsdóttir (GK) uppi sem Íslandsmeistararar.

Staðan á stigalistanum fyrir Íslandsmótið í holukeppni er þannig:

1-a-stigalisti-karla