
Hvað segja sérfræðingarnir um Tiger?
Tiger Woods strögglaði s.l. helgi á Memorial móti Jack Nicklaus; hann komst að vísu í gegnum niðurskurð en átti versta hring ferils síns upp á 85 högg, þannig að golfáhangendur stóðu eftir opinmynntir og klóruðu sér í höfðinu í forundran.
Tiger þessi 14 faldi risamótsmeistari með 4-faldan skolla?*!??? Hann „náði sér síðan á strik“ með 74 höggum lokahringinn og lauk keppni heilum 29 höggum á eftir sigurvegaranum Svíanum Lingmerth!
Heildarskor Tiger 302 í Muirfield Village – þar sem hann hefir áður sigrað í 5 met skipti! – var einnig hæsta skor hans í 72 holu móti sem atvinnumaður.
Hinn 39 ára Tiger hefir aðeins verið tvívegis meðal efstu 20 í s.l. 14 mótum sínum og hefir nú náð nýrri lægð, en hann er kominn í 181. sæti heimslistans.
Verstu hringir Tiger á ferli hans sem atvinnumanns eru
85 – 2015 Memorial Tournament, 3. hringur
82 – 2015 Waste Management Open, 2. hringur
81 – 2002 Opna breska, 3. hringur
„Þetta er virkilega erfitt – þetta er einmannaleg íþróttagrein,“ sagði Tiger aðspurður hvort það væri auðmýkjandi að vera á 85 höggum.
„Þetta er ein þeirra íþróttagreina sem er erfið og maður verður að fást við það. Fyrir okkur, því miður, koma þessir dagar fyrir, þeir eru bara 5 tíma langir. Þetta er langir, erfiðir dagar.
Goðsagnir jafn sem minni spámenn sem og sérfræðingar komu fram í fjölmiðlum í vikunni og tjáðu sig um nýjasta hneykslisskor Tiger á vellinum.
Jack Nicklaus sagðist óska þess innilega að Tiger næði sér á strik í leiknum.
„Tiger fer frá kennara til kennara. Í tækni dagsins í dag held ég að Tiger verði bara að fara aftur í tímann og kafa ofan í sína eigin hluti í stað þess að vera að hlusta á aðra.“
„Hann (Tiger) er sá eini sem veit hvað er virkilega á seiði. Hann er sá eini sem nær að lækna það sem að hefir verið.“
„Ég held að hann nái honum (leik sínum) aftur, ég held það enn. Hann er bara of einbeittur og of mikill vinnuseggur og hann er með svo fínt vinnusiðferði. Þetta verður honum bara lexía.“
„Hann verður bara að hjálpa sjálfum sér og hann verður bara að taka kylfuna aftur og slá og vita hvert boltinn á að fara.“
„Gerðu það Tiger vegna þess að leikurinn þarfnast þín. Þú ert góður leikmaður, góður náungi og við söknum góða golfleiksins þíns.“
Falleg orð frá Jack Nicklaus, sem veit meira en margur um golf og var líka eitt sinn í þeim sporum á fimmtugsaldri að allir afskrifuðu hann …. en viti menn hann vann enn eitt risamótið!!!
Sumir eru ekki eins fágaðir. T.a.m. Brandel Chamblee „vinur Tiger nr. 1″ Honum finnst Tiger bara hafa kallað óskundan yfir sig.
„Ég veit ekki hvort þetta er sorglegt, þetta er bara leyndardómsfullt vegna þess að tíminn hefir ekkert tekið úr leik Tiger. Hann hefir gert sjálfum sér þetta. Hann hefir skipt á snilld sinni fyrir hugmyndir annarra.“
Jæja, BC segir a.m.k. ekki að Tiger sé gamall og búinn að vera, eins og mörgum óvönduðum er tamt að gera.
Nick Faldo liggur auðvitað ekki á skoðun sinni frekar en fyrri daginn:
„Fyrir mér hefir þetta verið að gerast í nokkurn tíma. Fyrir þremur Mastersmótum var ég á æfingasvæðinu að sjá Tiger slá falleg feid og drög. Hann var að slá stórkostlega. Síðan labbar hann á teig og snapp-húkkar!!!“
„Frá þeim degi hef ég hugsað með sjálfum mér, honum líður ekki vel, hann er farinn að óttast högg. Þegar þú óttast höggin áður en þú slærð þau, ertu í alvarlegum vandræðum.“
„Að vera á 85 er bara eins og að vera sleginn með sleggju í höfuðið. Tiger mun ganga frá þessu spyrjandi sjálfan sig: „Hvað geri ég næst? Hvernig laga ég þetta? Ég veit bara ekki hversu mikið af þessu í viðbót hann getur höndlað.“
Dan Jenkins er frægur fyrir að njóta þess að sparka í Tiger þegar hann liggur niðri í jörðinni. Kommentið frá honum var eitthvað á þessa leið: „Ég hef aldrei spilað á aldri mínum, en til hamingju Tiger, sem gerði það í dag: 85!„
Úff, Jenkins enn fúll yfir að Tiger hefir aldrei viljað veita honum viðtöl. Er það furða?
Og svona halda menn áfram hver með sínu nefi og það sem sagt er segir meira um þá sem persónur heldur en nokkru sinni um Tiger, sem mun án nokkurra efasemda a.m.k. af hálfu Golf 1 ná sér að fullu og komast aftur í 1. sæti heimslistans, auk þess sem því er spáð hér að hann muni sigra á fleiri en 1 risamóti – Hann þarf bara að finna sig og koma jafnvægi á sál sína og líkama … þá stendur honum enginn og aftur ENGINN á sporði!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024