Monty hefir trú á Tiger
Þó Tiger hafi gengið illa að undanförnu er það einn sem hefir trú á Tiger; en það er fyrrum Ryder Cup fyrirliði Evrópu, Colin Montgomerie (Monty). Hann ver Tiger, þegar aðrir segja að hann sé búinn sérstaklega eftir hring upp á 85! … sem er versti hringur á ferli Tiger. Monty trúir að Tiger hafi ekki týnt niður leik sínum en sagði jafnframt að Tiger yrði að spila í fleiri mótum ef hann ætti að eiga raunhæfan möguleika á að sigra í mótum eins og Opna bandaríska. „Það er eitt að æfa á æfingasvæðinu, það er ágætt en að keppa skiptir öllu,“ sagði Monty í viðtali við Telegraph. „Einu sinni í Lesa meira
Montecastilloferð í verðlaun í Varðar golfregluleik! Kynning á Montecastillo vellinum
GSÍ og Tryggingafélagið Vörður standa nú fyrir skemmtilegum golfregluleik: Regluvörður s.s. sjá má af auglýsingu hér á Golf 1, efst í hægra horni. Smellið á auglýsinguna til þess að fræðast nánar um leikinn. Tilgangur leiksins er að kynna kylfingum golfreglurnar …. hvetja þá til að vera með eintak af golfreglunum í settinu ….. fá kylfinga til þess að taka þátt í skemmtilegum leik …. því heppinn sigurvegari hlýtur stórglæsileg verðlaun sem enginn er svikinn af: dvöl á Montecastillo golfstaðnum í Jerez, Andaluciu á Spáni. Hér fer örlítil kynning á staðnum, en best er auðvitað að kynnast staðnum af eigin raun! Montecastillo Golf Club er eign Barceló Montecastillo Golf. Golfvöllur klúbbsins Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Sævar Ómarsson – 9. júní 2015
Afmæliskylfingur dagsins er Sævar Ómarsson. Sævar er fæddur 9. júní 1983 og á því 32 ára afmæli í dag. Afmæliskylfingurinn er í Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Sævar er kvæntur Magdalenu Dubik. Komast má á facebooksíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Sævar Ómarsson (32 ára afmæli – Innilega til hamingju!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Robert Sowards, 9. júní 1968 (47 ára); Keith Horne, 9. júní 1971 (44 ára). Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga Lesa meira
GÍ: Ísinn golfmót laugard. 13. júní nk!
Ísinn golfmót verður haldið hjá Golfklúbbi Ísafjarðar, laugardaginn 13. júní 2015 og hefst kl.09:00. Mótsgjald 2.500 kr. Ísinn ísverksmiðja er flott fyrirtæki sem þjónustar Sjávarútveginn á norðanverðum Vestfjörðum, fyrirtækið lætur ekki mikið yfir sér en er vel rekið fyritæki í eigu einstaklinga og fyrirtækja á svæðinu. Ísinn hefur um árabil styrkt GÍ með því að sjá um verðlaun á móti sem haldið er á Sjómannadagshelginni ár hvert. Það er vel við hæfi að svo sé. Auk þess að gefa verðlaun til mótsins, fær GÍ ákveðna upphæð frá Ísnum í takt við árangur kylfinga inni á vellinum, þ.e. greidd er ákveðin upphæð fyrir hvern punkt sem kylfingur fær. Ísinn greiðir GÍ Lesa meira
Íslandsbankamótaröðin (2): Andrea Ýr Íslandsmeistari í holukeppni í stelpuflokki 2015!
Það var Andrea Ýr Ásmundsdóttir úr Golfklúbbi Akureyrar, sem varð Íslandsmeistari í holukeppni í stelpuflokki. Andrea Ýr vann Kingu Korpak úr Golfklúbbi Suðurnesja 1&0 í 4 manna undanúrslitakeppninni. Á sama tíma sigraði Alma Rún Ragnarsdóttir, GKG, Huldu Clöru Gestsdóttur klúbbsystur sína 4&3. Það voru því Andrea Ýr og Alma Rún sem kepptu til úrslita um Íslandsmeistaratitlinn. Það var Andrea Ýr sem vann 2&0. Hér má sjá dræv Íslandsmeistarans í stelpuflokk Andreu Ýr á 18. braut, brautinni sem Íslandsmeistaratitlinum var landað á: Kinga og Hulda Clara kepptu síðan um 3. sætið á Íslandsmóti unglinga í holukeppni í stelpuflokki og þar vann Kinga sigur. ******************************************* Íslandsmeistarinn okkar í stelpuflokki Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA Lesa meira
Íslandsbankamótaröðin (2): Sigurður Arnar Íslandsmeistari í holukeppni í strákaflokki 2015!
Sigurður Arnar Garðarsson, GKG, varð í gær Íslandsmeistari í holukeppni í strákaflokki. Sigurður Arnar sigraði Jón Gunnarsson, klúbbfélaga sinn á 21. holu í 4 manna undanúrslitunum en þetta var hörkuviðureign hjá þeim strákum. Viðureign Andra Más Guðmundssonar, GM og Kristófer Karls Karlssonar klúbbfélaga hans lauk líka á 21. holu með því að Andri Már hafði betur. Það voru því Sigurður Arnar og Andri Már sem börðust til úrslita og þar sigraði Sigurður Arnar 3&1. Í keppninni um 3. sætið vann Kristófer Karl, Jón Gunnarsson 5&3. ************************************** Sigurður Arnar er fæddur 26. febrúar 2002 og varð því 13 ára í febrúar. Sigurður Arnar er þrátt fyrir ungan aldur með mikla keppnisreynslu Lesa meira
Íslandsbankamótaröðin (2): Zuzanna Íslandsmeistari telpna í holukeppni 2015!
Það var Zuzanna Korpak frá Golfklúbbi Suðurnesja (GS) sem varð Íslandsmeistari í holukeppni telpna 2015! Zuzanna sigraði Heiðrúnu Önnu Hlynsdóttur GOS í 4 manna undanúrslitum 6&4. Gerður Hrönn Ragnarsdóttir GR, vann Ólafíu Maríu Einarsdóttur GHD, 2&0. Það voru því Zuzanna og Gerður Hrönn sem kepptu til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn. Þeirri viðureign lauk svo að Zuzanna sigraði 4&3. Ólöf María vann síðan viðureignina um 3. sætið við Heiðrúnu Önnu Hlynsdóttur. ***************************************** Zuzanna, Íslandsmeistari telpna í holukeppni er í tveimur orðum sagt: frábær kylfingur. Hún er fædd 9. nóvember 2000 og verður því 15 ára næstkomandi haust.
Áskorendamótaröð Íslandsbanka (2) – 6. júní 2015 hjá GOS – Myndasería
Vegna fjölda áskoranna hefir verið ákveðið að birta myndir frá móti Áskorendamótaraðar Íslandsbankar að nýju í fréttaglugga, svo allir finni nú myndir af keppendunum sínum! 🙂 Sjá má myndir frá 2. móti Áskorendamótaraðar Íslandsbanka, sem fram fór á Svarfhólsvelli á Selfossi, laugardaginn 6. júní 2015, með því að SMELLA HÉR:
Íslandsbankamótaröðin (2): Kristján Benedikt Íslandsmeistari drengja í holukeppni 2015!
Það var Kristján Benedikt Sveinsson, GA, sem tryggði sér Íslandsmeistarartitilinn í holukeppni drengja 2015! Kristján Benedikt vann Ragnar Má Ríkharðsson, GM, í 4 manna undanúrslitum 4&3. Arnór Snær Guðmundsson, GHD vann Magnús F. Helgason, GR, 5&4. Það voru því Kristján Benedikt og Arnór Snær sem mættust í úrslitaleiknum, sem Kristján Benedikt vann 2&1. Keppnin um 3. sætið var æsispennandi milli þeirra Ragnars Más Ríkharðssonar og Magnúsar F. Helgasonar. Hún fór á 20. holu (sem var par-3 11. holan á Strandarvelli þar sem Ragnar Már setti boltann alveg upp við stöng og vann bronsið með glæsifugli! ******************************************************* Kristján Benedikt er fæddur 4. maí 1999 og varð því 16 ára fyrir rúmum mánuði Lesa meira
Íslandsbankamótaröðin (2): Eva Karen Íslands- meistari í holukeppni í stúlknaflokki 2015!
Það var Eva Karen Björnsdóttir, GR, sem varð Íslandsmeistari í holukeppni í stúlknaflokki á Strandarvelli í gær, 7. júní 2015. Í 4 manna undanúrslitum bar Eva Karen sigurorð af Sigurlaugu Rún Jónsdóttur, GK, 4&3. Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK, vann sína viðureign gegn Elísabetu Ágústsdóttur, GKG, 4&2. Það voru því Eva Karen og Hafdís Alda sem börðust til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn. Eva Karen vann úrslitaviðureignina 3&2. Í keppninni um 3. sætið sigraði Eísabet, Sigurlaugu Rún 2&1 ******************************************************** Eva Karen Björnsdóttir er fædd 4. mars 1998 og varð því 17 ára s.l. vor. Hún hefir staðið sig vel í mótum Unglingamótaraðarinnar í öllum aldursflokkum. Í fyrra, þ.e. júní 2014 var Eva Lesa meira










