Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 9. 2015 | 20:40

Jessica Korda með fyndið myndskeið þar sem hún bíður í rigningu eftir kaddýnum sínum

Oft er sagt á ensku að kaddýar eigi að  „Show up, keep up and shut up.“  þ.e. mæta á svæðið, standa sig og þegja (lausleg þýðing og ekkert allt of góð).

En ábyrgð kaddýa er alltaf að aukast.

Nú virðast þeir líka þurfa að passa upp á bíllykla kylfinga sinna, þ.e. að bílum sem bestu kylfingarnir eins og Jessica Korda fá til umráða meðan þeir keppa á stórmótum (ens. courtesy cars).

Núna í dag skyldi Kyle Bradley kaddý Jessicu Korda hana eftir í úrhellisrigningu á bílastæði Westchester Country Club undir tré, þar sem hún þurfti að bíða, og bíða og bíða ….. en hann var með lyklana að lánsbílnum hennar.

Jessica greip til þess ráðs að búa til eftirfarandi myndskeið og setja á Instagram – Sjá með því að SMELLA HÉR: