Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 18. 2015 | 14:00

GÍ: Anton Helgi sigraði í 17. júní Þjóðhátíðardagsmótinu

Alls tóku 24 þátt í holukeppni sem haldin er árlega á 17. júní og var spilað í blíðskaparveðri. Ræst var út í þremur hollum sem spiluðu fjórar brautir og féll 1 úr leik í hverju holli þangað til fjórir voru eftir og sameinuðst þeir 12 sem eftir stóðu og kepptu þangað til einn stóð eftir sem sigurvegari. Anton Helgi Guðjónsson (GÍ) sigraði í bráðabana við Steinar Pál Ingvarsson (GÍ), þar sem þeir þurftu að vippa úr glompu fyrir neðan níundu og náði Anton Helgi að vera nær holu eftir æsispennandi bráðabana. Anton Helgi vann síma að verðmæti kr. 40.000,- frá Símanum. Steinar Páll fékk í verðlaun fyrir 2.sætið, bensínúttekt að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 18. 2015 | 11:30

Andri Þór áfram í 16 manna úrslit!

Andri Þór Björnsson, GR er kominn áfram í 16 manna úrslit á Opna breska áhugamannamótinu, sem er stórglæsilegt!!! Holukeppni virðist fjölskyldu hans í blóð borið því t.a.m. systir hans Eva Karen er núverandi Íslandsmeistari í holukeppni stúlkna. Og nú er Andri Þór búinn að ná þeim stórglæsilega árangri að verða meðal þeirra 16 sem keppa til úrslita. Andri Þór vann Ítalann Michele Cea 4&3; léttur sigur þar. Gísli Sveinbergsson mætti gríðarsterkum skoskum kylfingi, Grant Forrest og tapaði viðureign sinni 3&1. Hann er því úr leik. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR er undir sem stendur í sinni viðureign við pólska kylfinginn Mateusz Gradecki sem á 1 holu.  Þeir eru á 15 og því Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 18. 2015 | 11:00

PGA: Af hverju er Bubba óvinsælastur?

Þið munið e.t.v. eftir frétt sem birtist fyrir nokkrum vikum um óvísindalega könnun meðal leikmanna PGA þar sem spurt var hver meðal þeirra væri óvinsælastur. Spurningin sem spurð var var eiginlega hverjum þeir væru minnst líklegir til að hjálpa af félögum sínum ef viðkomandi lenti í áflogum á bílastæði fyrir utan keppnisstað. Svarið hjá flestum var Bubba Watson. Þetta kallar á túlkun á svari félaganna.  Sumir hafa bent á að þeir séu fremur lágvaxnir en Bubba yfir 1,90 metra á hæð þannig að hvers vegna ættu þeir að geta hjálpað risanum?  Svar þeirra hafi ekki verið illa meint. En svo eru bara til þeir sem staðhæfa að framkoma Bubba við Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 18. 2015 | 07:00

US Open 2015: Rástímar og staða

Opna bandaríska, 2. risamót ársins hefst í dag á Chambers Bay í Washington ríki. Margt hefir verið skrifað að undanförnu um hversu furðulegur völlurinn sé, en gaman verður að sjá hvernig heimsins bestu vegnar. Tiger Woods er meðal keppenda og spurning hvernig honum muni vegna á mótinu eftir fremur slælegt gengi að undanförnu. Tekst honum að bæta risatitli í safnið? Vinnur Jordan Spieth 2. risatitil sinn á árinu? Tekst Phil loks að sigra á Opna bandaríska? Eða sigrar einhver algerlega óvæntur t.a.m. yngsti þátttakandinn, 15 ára, Cole Hammer? Þessum og öðrum spurningum verður svarað n.k. sunnudag. Hér má fylgjast með gengi kylfinga á mótinu (rástímum og stöðu)  SMELLIÐ HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 17. 2015 | 20:12

Guðmundur Ágúst, Andri Þór og Gísli allir áfram í 32 manna úrslit á Opna breska áhugamannamótinu

Íslensku kylfingarnir þrír halda sínu striki á Opna breska áhugamannamótinu og komust þeir allir í gegnum fyrstu umferðina í holukeppninni í dag. Ísland á því þrjá af alls 32 kylfingum sem eru enn með í keppninni á þessu sögufræga móti sem fram fer í Skotlandi. Andri Þór Björnsson (GR) sigraði Jeremy Paul frá Þýslalandi, 2/1. Gísli Sveinbergsson (GK) sigraði Ben Wheeler frá Englandi, 4/3. Guðmundur Ágúst Kristjánsson (GR) sigraði Christoffer Bring frá Danmörku 2/1. Í 32 manna úrslitum á fimmtudaginn mæta íslensku kylfingarnir eftifarandi mótherjum: Andri Þór mætir Michel Cea frá Ítalíu, Gísli mætir Skotanum Grant Forrest og Guðmundur Ágúst mætir Mateusz Gradecki frá Póllandi. Það er að miklu að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 17. 2015 | 20:00

GR: Helgi Anton og Kristín sigruðu í hjóna- og paramótinu 2. árið í röð

Þjóðhátíðarmótið árlega Hjóna og parakeppni GR fór fram í dag, 17. júní 2015 á Korpúlfsstaðavelli. Mótið er alltaf jafn vinsælt enda um skemmtilegt fyrirkomulag sem spilað er, Greensome. Spilað var Sjórinn/Áin og veitt voru verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin og nándarverðlaun á öllum par 3 holum vallarins. Helgi Anton Eiríksson og Kristín Magnúsdóttir spiluðu frábært golf á 61 nettó en þau unnu eimmitt líka í fyrra keppnina. Næst á eftir komu þau Kristján Ágústsson og Guðný María Guðmundsdóttir á 64 nettó. Í þriðja sætið voru svo Þorbjörn Guðjónsson og Þórdís Bragadóttir á 65 nettó. Jöfn og skemmtileg keppni hér í dag á Korpunni. Úrslitin voru eftirfarandi: 1.sæti: Helgi Anton Eiríksson Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 17. 2015 | 07:11

Gleðilegan Þjóðhátíðardag!

Golf 1 óskar lesendum sínum, kylfingum sem öðrum gleðilegs Þjóðhátíðardags! Á þessum degi fagna Íslendingar fæðingu Jóns Sigurðssonar frelsishetju Íslands í sjálfstæðisbaráttunni, en á fæðingardegi hans 1944 var lýðveldið Ísland stofnað á Þingvöllum. Jón Sigurðsson er fæddur 17. júní 1811 og hefði orðið 203 ára í dag! Í dag, 17. júní fagna Íslendingar sjálfstæði sínu. Í boði eru 14 eftirfarandi mót fyrir kylfinga víðsvegar um landið í dag (3 mótum fleira en í fyrra): 17.06.15 GR Hjóna- og parakeppni GR Greensome 1 Innanfélagsmót 17.06.15 GÓ Miðvikudagsmótaröðin (2) – Frestað Punktakeppni 1 Innanfélagsmót 17.06.15 GHR M-mót nr. 7 65+ karlar 60+ konur Punktakeppni 1 Innanfélagsmót 17.06.15 GKS Þjóðhátíðarmót Everbuild Punktakeppni 1 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 16. 2015 | 20:30

Sigrar Spieth?

Bandaríski kylfingurinn Jordan Spieth er ríkjandi meistari Masters risamótsins, frá því í vor. Hann hefir ekki breikað 80 á Chambers Bay, sem atvinnumaður, var á 83 á síðasta hring sínum og komst ekki í holukeppnishlutann á US Amateur 2010. Hann sigraði 4 sinnum í síðustu 17 störtum sínum á heimsvísu og bætti öðrum 7 topp-10 á feril sinn á sama tíma. Og hann er nr. 2 á heimslsitanum og hefir augastað á framtíðinni í stað þess að lifa í fortíðinni. „Ég hef tækifæri til þess að komast í sögubækurnar á margan hátt,“ sagði Spieth í gær áður en hann spilaði 9 holu æfingahring fyrir þetta 115. mót af Opna bandaríska, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 16. 2015 | 20:00

Guðmundur Ágúst T-3, Andri Þór og Gísli komnir áfram í holukeppni á Opna breska!!!

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, átti glæsilegan hring á Opna breska áhugamannamótinu og er öruggur inn í holukeppnina, sem hefst á morgun en efstu 64 komust þar inn. Samtals lék Guðmundur Ágúst á 5 undir pari, 137 höggum (71 66) og er T-3 í mótinu, þ.e. deilir 3. sætinu með 2 öðrum. Gísli Sveinbergsson, GK náði ekki að fylgja frábærum hring sínum frá því í gær eftir, lék á 68 höggum þá en 75 höggum í dag. Andri Þór Björnsson,  var líka á 143 höggum (70 73) og er einnig kominn áfram í holukeppnina. Þeir Gísli urðu T-49 þ.e. deila 49. sætinu í höggleikskeppninni, en það nægir  … þeir eru komnir áfram Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 16. 2015 | 18:00

GKS: Fyrsta mót sumarsins á morgun 17. júní

Þjóðhátiðarmót Everbuild verður haldið miðvikudaginn 17. júní kl. 10:00 á Hólsvelli, Siglufirði. Forgjöf kk. 24 og kvk. 28. Mótið hefst kl. 10:00. Mótsgjald 2.000 kr. Endilega skráið ykkur í mótið. Einnig er hægt að skrá í mótið með tölvupósti á vefstjoriGKS@gmail.com eða í síma 660-1028. Hér er tengill inn á síðu GSÍ þar sem skrá má sig í mótið SMELLIÐ HÉR: