
GÍ: Anton Helgi sigraði í 17. júní Þjóðhátíðardagsmótinu
Alls tóku 24 þátt í holukeppni sem haldin er árlega á 17. júní og var spilað í blíðskaparveðri. Ræst var út í þremur hollum sem spiluðu fjórar brautir og féll 1 úr leik í hverju holli þangað til fjórir voru eftir og sameinuðst þeir 12 sem eftir stóðu og kepptu þangað til einn stóð eftir sem sigurvegari.

Sigurvegarar í 17. júní Þjóðhátíðardagsmóti 2015; Steinar Páll (t.v.) Helgi Anton (2. f.v.); Sólveig (4. f.v.). Mynd: GÍ
Anton Helgi Guðjónsson (GÍ) sigraði í bráðabana við Steinar Pál Ingvarsson (GÍ), þar sem þeir þurftu að vippa úr glompu fyrir neðan níundu og náði Anton Helgi að vera nær holu eftir æsispennandi bráðabana.
Anton Helgi vann síma að verðmæti kr. 40.000,- frá Símanum.
Steinar Páll fékk í verðlaun fyrir 2.sætið, bensínúttekt að verðmæti kr. 10.000,- frá Skeljungi.
Í þriðja sæti lenti Jón Hjörtur Jóhannesson (GÍ). Í verðlaun fékk hann kr. 10.000,- bensínúttekt frá Skeljungi.
Sérstök verðlaun fékk Sólveig Pálsdóttir (GÍ) fyrir að komast í 6 manna úrslit. Veitti hún körlunum einstaklega harða keppni.
Nándarverðlaun á 6.braut fékk Jón Hjörtur Jóhannesson (GÍ), 3,87m frá holu. Fékk hann kippu af kók frá Vífilfelli.
Nándarverðlaun á 7.braut fékk Tryggvi Sigtryggsson (GÍ), 1,63m frá holu. Fékk hann 2.5kg af rækju frá Kampa.
Fyrir að vera næstur merki á 5.braut frá teig var Guðmundur Gísli Geirdal (GKG). Fékk hann verkfærasett frá Wurth.
Mótsstjóri var Kristinn Þórir Kristjánsson sem stjórnaði mótinu af röggsemi.
Vill Golfklúbbur Ísafjarðar þakka styrktaraðilum fyrir stuðninginn og keppendum fyrir frábæra skemmtun.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024