Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 18. 2015 | 07:00

US Open 2015: Rástímar og staða

Opna bandaríska, 2. risamót ársins hefst í dag á Chambers Bay í Washington ríki.

Margt hefir verið skrifað að undanförnu um hversu furðulegur völlurinn sé, en gaman verður að sjá hvernig heimsins bestu vegnar.

Tiger Woods er meðal keppenda og spurning hvernig honum muni vegna á mótinu eftir fremur slælegt gengi að undanförnu. Tekst honum að bæta risatitli í safnið? Vinnur Jordan Spieth 2. risatitil sinn á árinu? Tekst Phil loks að sigra á Opna bandaríska? Eða sigrar einhver algerlega óvæntur t.a.m. yngsti þátttakandinn, 15 ára, Cole Hammer?

Þessum og öðrum spurningum verður svarað n.k. sunnudag.

Hér má fylgjast með gengi kylfinga á mótinu (rástímum og stöðu)  SMELLIÐ HÉR: