Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR. Mynd: golf.is
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 16. 2015 | 20:00

Guðmundur Ágúst T-3, Andri Þór og Gísli komnir áfram í holukeppni á Opna breska!!!

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, átti glæsilegan hring á Opna breska áhugamannamótinu og er öruggur inn í holukeppnina, sem hefst á morgun en efstu 64 komust þar inn.

Samtals lék Guðmundur Ágúst á 5 undir pari, 137 höggum (71 66) og er T-3 í mótinu, þ.e. deilir 3. sætinu með 2 öðrum.

Gísli Sveinbergsson, GK náði ekki að fylgja frábærum hring sínum frá því í gær eftir, lék á 68 höggum þá en 75 höggum í dag.

Andri Þór Björnsson,  var líka á 143 höggum (70 73) og er einnig kominn áfram í holukeppnina.

Þeir Gísli urðu T-49 þ.e. deila 49. sætinu í höggleikskeppninni, en það nægir  … þeir eru komnir áfram í holukeppnina.

Til þess að sjá stöðuna á Opna breska áhugamannamótinu eftir 2. daga SMELLIÐ HÉR: