Eimskipsmótaröðin (4): Staðan e. 1. dag – Myndasería
Fyrstu tveimur umferðunum af alls þremur í riðlakeppninni á Íslandsmótinu í holukeppni er lokið. Mótið fer fram á Jaðarsvelli á Akureyri og er þetta jafnframt fjórða mótið á Eimskipsmótaröðinni á þessu tímabili. Í kvennaflokknum voru ýmis óvænt úrslit og lokaumferðin verður spennandi í nokkrum riðlum. Efstu kylfingarnir í riðli 1. og 2. í kvennaflokknum fara beint í undanúrslit – en efstu kylfingarnir í riðlum 3. – 6. leika í fjórðu umferð um tvö laus sæti í undanúrslitum. Öll úrslit og næstu leiki má finna í þessu skjali sem má sjá með því að SMELLA HÉR: Myndir frá fyrsta keppnisdegi er að finna á fésbókarsíðu GSÍ og má sjá með því Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Ai Miyazato ——– 19. júní 2015
Það er japanski kylfingurinn Ai Miyazato (jap.: 宮里 藍) sem er afmæliskylfingur dagsins. Ai fæddist á kvenfrelsisdaginn í Higashi, Okinawa í Japan, 19. júní 1985 og á því 30 ára merkisafmæli í dag. Hún gerðist atvinnukylfingur 2004. Á ferli sínum hefir hún sigrað í 25 mótum sem atvinnumaður þar af í 9 á LPGA. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Sjofn Bjornsdottir (58 ára); Daniel Silva, 19. júní 1966 (49 ára); Haukur Ingi Jónsson (46 ára); Bílnet Gunnar Ásgeirsson (45 ára); Matthías P. Einarsson (41 árs); Sturlaugur H Böðvarsson (34 ára); Seema Saadekar 19. júní 1985 (30 ára stórafmæli!!!); Einar Marteinn Bergþórsson (29 ára); Mallory Elizabeth Blackwelder,19. júní 1987 (28 ára); Lisa Graf (28 Lesa meira
Eimskipsmótaröðin 2015 (4): Íslandsmótið í holukeppni hefst í dag!
Íslandsmótið í holukeppni hefst á morgun, 19. júní 2015 á Jaðarsvelli á Akureyri. Þátttakendur eru 54, þar af 22 kvenkylfingar. Meðal þátttakenda eru t.a.m. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, sem sigraði svo glæsilega á Hlíðavelli í Mosfellsbæ sl. helgi sem og Kristján Þór Einarsson, stigameistari Eimskipsmótaraðarinnar 2014, sem einnig sigraði á heimavelli s.l. helgi. Eins eru með sigurvegarar 1. móts Eimskipsmótaraðarinnar frá Hólmsvelli Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og Tinna Jóhannsdóttir, GK sem sigraði í 2. mótinu, Securitasmótinu, úti í Eyjum. Eins tekur þátt Andri Þór Björnsson, GR, sem náði þeim glæsilega árangri að sigra í fyrstu tveimur mótum Eimskipsmótaraðarinnar í ár. Hann kemur glóðvolgur úr Opna breska áhugamannamótinu, þar sem hann náði Lesa meira
US Open 2015: Tiger í 3. neðsta sæti e. 1. dag – Á 80 höggum – Var samt betri en Fowler!
Erfiðleikar Tiger Woods halda áfram. Hann er nú í 3. neðsta sætinu í mótinu eftir 1. dag Opna bandaríska, þar sem hann var á versta skorinu á ferli sínum í mótinu eða heilum 10 yfir pari, 80 höggum. Á hringnum var Tiger aðeins með 1 fugl en hins vegar 8 skolla og einn þrefaldan skolla á par-4 14. braut Chambers Bay þar sem hann var á „byrjenda 7-u“. Algerlega ótrúlegt að fylgjast með flumbrugangi Tiger þar. Í viðtali eftir hringinnn sagði Tiger að það jákvæða væri þó að hann hefði verið á lægra skori en Rickie Fowler, sem var í ráshóp honum og Louis Oosthuizen, en samtals skor þessa ráshóps Lesa meira
US Open 2015: DJ og Stenson efstir e. 1. dag
Það eru bandaríski kylfingurinn Dustin Johnson (DJ) og sænski kylfingurinn Henrik Stenson, sem eru í efsta sæti eftir 1. dag Opna bandaríska. Báðir léku 1. hringinn á Chambers Bay á 5 undir pari, 65 höggum. Báðir eiga enn eftir að vinna 1. risatitil sinn. En mót hafa s.s. aldrei unnist á 1. degi – 3 erfiðir eftir! Einn í 3. sæti aðeins 1 höggi á eftir DJ og Stenson er Patrick Reed á 4 undir pari, 66 höggum. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Opna bandaríska risamótinu 2015 SMELLIÐ HÉR:
US Open 2015: Hverjum er spáð sigri?
Nú er stóra spurninginn á þessu 32. móti á PGA Tour á þessu 2014-2015 keppnistímabili, hver sigri á 2. risamóti ársins á Chambers Bay þessa helgina? 156 kylfingar taka þátt. Sérfræðingar Golf Channel skipta þessum 156 í fjórar 39 kylfinga grúppur (byggt á Fantasy 4 leiknum á Golf Channel). Þó grúppurnar séu ekki gefnar upp, birtast hér eftir þeir kylfingar úr hverri grúppu sem sérfræðingar Golf Channel telja líklegasta til að sigra risamótið. Úr grúppu 1 eru það annaðhvort Jordan Spieth eða Justin Rose sem taldir eru mögulegir sigurvegarar. Úr grúppu 2 eru sérfræðingarnir (bandarísku) sér sammála að líklegastur til sigurs sé Phil Mickelson. Úr grúppu 3: annaðhvort Brendon Todd eða Paul Casey og Lesa meira
Andri Þór úr leik
Andri Þór Björnsson (GR) er úr leik á Opna breska áhugamannamótinu eftir 2&1 tap gegn Frakkanum Daydou Alexandre í 16-manna úrslitum á Carnoustie vellinum í Skotlandi. Alls komust þrír íslenskir kylfingar í 32 manna úrslit mótsins en Gísli Sveinbergsson (GK) og Guðmundur Ágúst Kristjánsson (GR) féllu úr leik í morgun. Andri Þór var sá eini komst áfram með öruggum sigri gegn Michele Cea frá Ítalíu 4/3. Gísli tapaði gegn Skotanum Grant Forrest 3/1 og Guðmundur Ágúst tapaði gegn Mateusz Gradecki frá Póllandi 1/0. Staðan á mótinu: Fyrir ári síðan komst Haraldur Franklín Magnús í 8 manna úrslit á þessu móti – sem er besti árangur hjá íslenskum kylfingi á þessu Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Valgerður Kristín Olgeirsdóttir – 18. júní 2015
Afmæliskylfingur dagsins er Valgerður Kristín Olgeirsdóttir. Valgerður Kristín er er fædd 18. júní 1955 og á því 60 ára stórafmæli í dag! Valgerður Kristín hefir m.a. farið holu í höggi, en það afrekaði hún 10. júlí 2012 þ.e. fyrir u.þ.b. 3 árum. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með stórafmælið hér að neðan Valgerður Kristín Olgeirsdóttir (60 ára merkisafmæli – Innilega til hamingju!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jim Albus, 18. júní 1940 (75 ára); Auðun Helgason (41 árs); Árni Sæberg, 18. júní 1998 (17 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju Lesa meira
US Open 2015: 2 kaddýar slasaðir
Chambers Bay golfvöllurinn hefir hlotið mikla gagnrýni en hann þykir gríðarerfiður yfirferðar, sem er s.s. alveg viðbúið en Opna bandaríska er það mót af risamótunum 4 sem þykir alltaf erfiðast. Nú hefir gagnrýnisröddum fjölgað því 2 kaddýar liggja í valnum eftir æfingahringi með kylfingum sínum. Gareth Lord, sem er kaddý Henrik Stenson, og kaddý Stephen Gallacher, Damien Moore runnu til á Chambers Bay vellinum og duttu illa, með 30 mínútna millibili á æfingahring fyrir daginn í dag, sem er 1. mótsdagur. Kaddý Stenson þarf að vera í gipsi a.m.k. næstu 4 daga og varð Stenson að fá sér nýjan. Grasið á Chambers Bay er víða brennt og völlurinn gulur vegna nýlegrar Lesa meira
Andri Þór á 1 holu eftir 9 leiknar!
Andri Þór Björnsson, GR á 1 holu á Frakkann Alexandre Daydou, eftir 9 leiknar holur á Opna breska áhugamanna, í 16 manna úrslitum holukeppnishluta mótsins. Nú er bara að vona að Andra takist að auka forskotið og sigra!!! Hægt er að fylgjast með stöðunni með því að SMELLA HÉR:










