Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 16. 2015 | 16:12

Schwarzel dissar golfvöll Opna bandaríska í ár – Chambers Bay

Opna bandaríska risamótið er að fara að byrja eins og allir golfáhangendur vita. Það fer nú fram á golfvelli nr. 1 í Washington ríki, Chambers Bay. Kylfingar PGA hamast við að gagnrýna völlinn. Einn þeirra er Suður-afríku maðurinn Charl Schwartzel Aðspurður hvað honum þætti um völlinn svaraði Schwartzel: „Ummm, ekki viss. Er þetta golfvöllur?“

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 16. 2015 | 16:07

Elín Nordegren einhleyp á ný

Elín Nordegren er laus og liðug og er nú í afslöppun í sumarfríi í the Hamptons. Þar sást hún m.a. með vinkonu sinni að fá sér drykk og virtust þær stöllur vera að halda upp á eitthvað. Sjá má frétt foxnews þar um með því að SMELLA HÉR  Um samband sitt við Tiger sagði hafði fyrrverandi módelið eftirfarandi að segja: „Ég hef bara haldið áfram með líf mitt og ég er á góðum stað.  Samband mitt við Tiger er miðað í kringum börn okkar og okkur gengur vel – við erum virkilega – þ.e.a.s. ég er hamingjusöm hvað það varðar. Hann er frábær faðir.“  

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 16. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Dagrún og Phil Mickelson – 16. júní 2015

Það eru Dagrún Mjöll Ágústsdóttir og  Phil Mickelson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Mickelson er fæddur 16. júní 1970 í San Diego, Kaliforníu og á því 45 ára afmæli í dag!!! Dagrún er fædd 16. júní 1965 og á því 50 ára stórafmæli!!! Mickelson er nú nr. 17 á heimslistanum og stendur sig mun betur þar en fyrrum aðalkeppinautur hans Tiger. Hann varð í 28. sæti á Opna bandaríska í fyrra og spenningur hvar hann muni lenda í ar. Mickelson er í 9. sæti yfir þá sem sigrað hafa oftast PGA Tour mót (en Mickelson hefir sigrað í 42 slíkum mótum). Eins hefir Phil sigrað þrívegis á Masters (2004, 2006 og 2010); Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 15. 2015 | 21:00

GH: Flott veður á Húsavík og spilað á 7 holum!

Gott veður hefir verið á Húsavík s.s. meðfylgjandi mynd sýnir og hægt hefir verið að spila 7 holur. Golfvöllurinn á Húsavík heitir Katlavöllur og er einn af mest krefjandi og fallegum 9 holu golfvöllum Íslands. Margar sérstakar brautir eru jafnframt á vellinum og því um að gera í sumar að skella sér norður og prófa að spila Katlavöll. Sérstaklega er par-5 4. brautin sérstök, sem liggur í dogleg og síðan er slegið inn á upphækkaða flöt. Nú er bara að prófa sjálfur!!!

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 15. 2015 | 20:45

GSS: Svandís Gunnars sigraði á Opna kvennamótinu!

Nú á laugardaginn s.l. , 13. júní 2015 fór fram það frábæra árlega Opna kvennamót GSS. Mótið er punktamót með forgjöf og fá allar konur verðlaun en þær fá að velja af stærðarinnar verðlaunaborði sem kvennadeild GSS safnar í og stendur veglega að mótinu. Í ár tóku 39 kvenkylfingar þátt. Úrslit urðu eftirfarandi: 1 Svandís Gunnarsdóttir GA 28 F 16 18 34 34 34 2 Árný Lilja Árnadóttir GSS 9 F 18 15 33 33 33 3 Ólína Þórey Guðjónsdóttir GKS 26 F 14 16 30 30 30 4 Aldís Ósk Unnarsdóttir GK 12 F 15 15 30 30 30 5 Guðlaug María Óskarsdóttir GA 15 F 16 14 30 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 15. 2015 | 20:30

7 íslenskir kylfingar hófu leik í dag á Opna breska áhugamótinu!

Opna breska áhugamannamótið hófst í dag, 15. júní 2015 í Skotlandi, en mótið fer fram á tveimur völlum, Carnoustie og Panmure Angus. Þetta er í 120. sinn sem þetta sögufræga mót fer fram. Fyrstu tveir keppnisdagarnir eru höggleikur þar sem keppendur spila um að komast í sjálfa holukeppnina. Alls eru sjö íslenskir kylfingar á meðal keppenda en keppendurnir eru alls 288 frá 30 mismunandi þjóðlöndum. Tekið er mið af stöðu kylfinga á heimslista áhugamanna á þessu móti og aðeins þeir stigahæstu á þeim lista komast inn. Andri Þór Björnsson úr GR og Gísli Sveinbergsson úr GK léku vel í dag eða á 68 höggum eða -2. Þeir eru jafnir í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 15. 2015 | 20:00

Steven Gerrard með 25 feta pútt!!!

Steven Gerrard hefir verið að æfa sig á golfvellinum eftir að hann endaði Liverpool feril sinn. Fyrrum Liverpool-fyrirliðinn (Gerrard) – sem hætti Anfield karíeru sinni eftir 17 ár – hefir verið í löngu fríi í sólinni, en nú er hann snúinn aftur á golfvöllinn. Og allur sá tími sem hann hefir varið þar virðist vera að borga sig ef marka má síðasta Instagram hans. Og hinn 35 ára miðvallarknattspyrnumaðurinn póstaði meðfylgjandi myndskeiði og skrifaði með „Þetta var ósvífislega gott 25 feta pútt. Sorry vegna montsins.“ Gerrard mun byrja hjá nýja LA Galaxy klúbbnum sínum eftir nokkra daga en Galaxy er nú fyrir miðju í MLS Western Conference deildinni í Bandaríkjunum 7 stigum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 15. 2015 | 15:00

Afmæliskylfingur dagsins: Richie Ramsay —– 15. júní 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Richie Ramsay. Richie fæddist í Aberdeen í Skotlandi 15. júní 1983 og á því 32  ára afmæli í dag. Hann gerðist atvinnumaður í golfi 2007. Richie er heiðursfélagi í Royal Aberdeen Golf Club. Hann útskrifaðist frá Stirling University í Skotlandi, árið 2007. Árið 2006 varð Richie fyrsti kylfingurinn á Bretlandseyjum til þess að sigra á US Amateur í næstum 100 ár. Richie hefir einnig á ferli sínum sem atvinnumanns í golfi sigrað tvívegis á Evrópumótaröðinni og 2 sinnum á Áskorendamótaröðinni. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Margaret Ives Abbott, 15. júní 1878; Justin Leonard, 15. júní 1972 (43 ára); Matt McQuillan, (kanadískur kylfingur) 15. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 15. 2015 | 12:00

Falleg feðradagsgjöf Sam og Charlie til Tiger

Krakkar Tiger Woods þau Sam og Charlie eru hans helsta stoð og stytta á þessum síðustu og verstu tímum hjá honum í golfinu. Þau gáfu honum „lukkudýr“ fyrir Opna bandaríska risamótið. Þetta eru tvö sæt kylfucover sem Tiger segist ætla vera með í pokanum allt mótið við hliðina á „Tiger“-coveri sínu. Hér má sjá mynd af setti Tiger:

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 15. 2015 | 08:20

LPGA: Inbee Park sigraði á KPMG Women´s PGA Championship risamótinu!!!

Það var Inbee Park frá Suður-Kóreu, sem stóð uppi sem sigurvegari á KPMG Women´s PGA Championship risamótinu!!! Park lék samtals  á heilum 19 undir pari, 273 höggum (71 68 66 68). Í 2. sæti varð landa Park, Sei Young Kim, heilum 5 höggum á eftir golfdrottningunni á samtals 14 undir pari. Bandaríska stjarnan Lexi Thompson varð í 3. sæti á samtals 12 undir pari; landa hennar ástfangna Brittany Lincicome var í 4. sæti á samtals 11 undir pari og enn önnur bandarísk Morgan Pressel deildi 5. sætinu með kanadíska nýstirninu Brooke Henderson. Til þess að sjá lokastöðuna á KPMG Women´s PGA Championship risamótinu SMELLIÐ HÉR:  Sjá má hápunkta lokahringsins á risamótinu með Lesa meira