Andri Þór Björnsson, GR. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 18. 2015 | 11:30

Andri Þór áfram í 16 manna úrslit!

Andri Þór Björnsson, GR er kominn áfram í 16 manna úrslit á Opna breska áhugamannamótinu, sem er stórglæsilegt!!!

Holukeppni virðist fjölskyldu hans í blóð borið því t.a.m. systir hans Eva Karen er núverandi Íslandsmeistari í holukeppni stúlkna.

Og nú er Andri Þór búinn að ná þeim stórglæsilega árangri að verða meðal þeirra 16 sem keppa til úrslita.

Andri Þór vann Ítalann Michele Cea 4&3; léttur sigur þar.

Gísli Sveinbergsson mætti gríðarsterkum skoskum kylfingi, Grant Forrest og tapaði viðureign sinni 3&1. Hann er því úr leik.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR er undir sem stendur í sinni viðureign við pólska kylfinginn Mateusz Gradecki sem á 1 holu.  Þeir eru á 15 og því verður vonandi eitthvað gott að gerast fljótt hjá Guðmundi Ágúst.

Til þess að fylgjast með stöðunni á Opna breska áhugamannamótinu SMELLIÐ HÉR: