Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 16. 2015 | 20:30

Sigrar Spieth?

Bandaríski kylfingurinn Jordan Spieth er ríkjandi meistari Masters risamótsins, frá því í vor.

Hann hefir ekki breikað 80 á Chambers Bay, sem atvinnumaður, var á 83 á síðasta hring sínum og komst ekki í holukeppnishlutann á US Amateur 2010.

Hann sigraði 4 sinnum í síðustu 17 störtum sínum á heimsvísu og bætti öðrum 7 topp-10 á feril sinn á sama tíma. Og hann er nr. 2 á heimslsitanum og hefir augastað á framtíðinni í stað þess að lifa í fortíðinni.

Ég hef tækifæri til þess að komast í sögubækurnar á margan hátt,“ sagði Spieth í gær áður en hann spilaði 9 holu æfingahring fyrir þetta 115. mót af Opna bandaríska, sem hefst sem segir á Chambers Bay n.k. fimmtudag.

Það eru svo sannarlega mikið af markmiðum eftir fyrir árið,“ sagði Spieth. …. Ef ég gerði ekkert annað á seinni hluta ársins yrði ég ansi frústreraður með seinni helminginn.  Það er ekki hægt að vinna Grand Slam nema að maður vinni fyrsta sigur sinn. Þannig að ég er sá eini með það tækifæri á þessu ári. Þannig að ég kem með áfram einbeittur þessa vikuna og sé til hvort ég keppi til úrslita.“

Spurningin er bara sigrar Spieth…. á 2. risamóti sínu í ár?