Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 19. 2015 | 01:00

US Open 2015: DJ og Stenson efstir e. 1. dag

Það eru bandaríski kylfingurinn Dustin Johnson (DJ) og sænski kylfingurinn Henrik Stenson, sem eru í efsta sæti eftir 1. dag Opna bandaríska.

Báðir léku 1. hringinn á Chambers Bay á 5 undir pari, 65 höggum.  Báðir eiga enn eftir að vinna 1. risatitil sinn.

En mót hafa s.s. aldrei unnist á 1. degi – 3 erfiðir eftir!

Einn í 3. sæti aðeins 1 höggi á eftir DJ og Stenson er Patrick Reed á 4 undir pari, 66 höggum.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Opna bandaríska risamótinu 2015 SMELLIÐ HÉR: