
US Open 2015: 2 kaddýar slasaðir
Chambers Bay golfvöllurinn hefir hlotið mikla gagnrýni en hann þykir gríðarerfiður yfirferðar, sem er s.s. alveg viðbúið en Opna bandaríska er það mót af risamótunum 4 sem þykir alltaf erfiðast.
Nú hefir gagnrýnisröddum fjölgað því 2 kaddýar liggja í valnum eftir æfingahringi með kylfingum sínum.
Gareth Lord, sem er kaddý Henrik Stenson, og kaddý Stephen Gallacher, Damien Moore runnu til á Chambers Bay vellinum og duttu illa, með 30 mínútna millibili á æfingahring fyrir daginn í dag, sem er 1. mótsdagur.
Kaddý Stenson þarf að vera í gipsi a.m.k. næstu 4 daga og varð Stenson að fá sér nýjan.
Grasið á Chambers Bay er víða brennt og völlurinn gulur vegna nýlegrar hitabylgju en nú hefir rignt nýlega og völlurinn sem allur er í ótal hæðum er blautur og sleipur og beinlínis hættulegur.
„Það er virkilega varasamt þarna úti“ sagði Stenson. „Maður verður að fara varlega. Sjáið þið þetta gula gras sem er niðurbælt. Það er beinlínis hættulegt.„
Sömu sögu er að segja af kylfusveini Gallacher, Moore. Hann er með fótinn í gipsi og hefir verið sagt að hvílast skv. læknisráði. Gallacher mun því nota heimamann sem kaddý.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024