Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 18. 2015 | 18:00

US Open 2015: Hverjum er spáð sigri?

Nú er stóra spurninginn á þessu 32. móti á PGA Tour á þessu 2014-2015 keppnistímabili, hver sigri á 2. risamóti ársins á Chambers Bay þessa helgina?

156 kylfingar taka þátt.

Sérfræðingar Golf Channel skipta þessum 156  í fjórar 39 kylfinga grúppur (byggt á Fantasy 4 leiknum á Golf Channel).  Þó grúppurnar séu ekki gefnar upp, birtast hér eftir þeir kylfingar úr hverri grúppu sem sérfræðingar Golf Channel telja líklegasta til að sigra risamótið.  Úr grúppu 1 eru það annaðhvort Jordan Spieth eða Justin Rose sem taldir eru mögulegir sigurvegarar.

Úr grúppu 2 eru  sérfræðingarnir (bandarísku) sér sammála að líklegastur til sigurs sé Phil Mickelson.

Úr grúppu 3: annaðhvort Brendon Todd eða Paul Casey og úr grúppu 4: annaðhvort Tony Finau eða Lucas Glover.

Spá Golf1: Sérfræðingarnir telja að það sé sá kylfingur sem best stjórni spinni á bolta sem staðið gæti uppi sem sigurvegari á Opna bandaríska á Chambers Bay og því tippar Golf 1 á Luke Donald eða Brooks Koepka og svona til að hafa uppáhaldið með Russell Henley.