Íslandsbankamótaröðin 2015 (3): Ingvar Andri á stórglæsilegu skori 65 höggum!!!
Ingvar Andri Magnússon, GR er efstur yfir allt mótið eftir 1.(2.) hring 3. móts Íslandsbankamótaraðarinnar sem fram fer á Húsatóftavelli í Grindavík. Ingvar Andri, sem spilar þetta árið í drengjaflokki 15-16 ára lék á glæsilegum 65 höggum!!! Hann skilaði skollalausu skorkorti með 5 fuglum og 13 pörum!!! Þátttakendur í mótinu eru alls 108; þar af 22 í strákaflokki; 24 í drengjaflokki og 40 í piltaflokki; 6 stelpuflokki, 5 telpuflokki og 11 í stúlknaflokki. Staðan eftir 1. (2.) hring er eftirfarandi: Strákaflokkur 1 Kristófer Karl Karlsson GM 1 F 35 33 68 -2 68 68 -2 2 Sigurður Arnar Garðarsson GKG 1 F 39 37 76 6 76 76 6 3 Lesa meira
US Open 2015: DJ, Day, Spieth og Grace efstir og jafnir f. lokahringinn
Það eru 4 sem eru efstir og jafnir fyrir lokahring Opna bandaríska: Dustin Johnson (DJ); Jason Day, Jordan Spieth og Branden Grace. Allir eru þeir búnir að spila á 4 undir pari 206 höggum; DJ (65 71 70); Day (68 70 68); Spieth (68 67 71) og Grace (69 67 70). Nokkuð gott a.m.k. hjá Day en þetta er búið að vera erfitt mót hjá honum þar sem m.a. leið yfir hann eftir 2. hring – sjá m.a með því að SMELLA HÉR: Ljóst er að mótið er að taka mikið úr mönnum, en Chambers Bay er gríðarlega erfiður völlur s.s. áður er komið fram. Framangreindir 4 hafa 3 högga Lesa meira
Eimskipsmótaröðin 2015 (4): Úrslit í 8 manna undanúrslitum
Það er ljóst hvaða kylfingar mætast í undanúrslitum í kvennaflokki á Íslandsmótinu í holukeppni á Eimskipsmótaröðinni. Mótið fer fram á Jaðarsvelli á Akureyri og voru aðstæður góðar í dag líkt og í gær. Signý Arnórsdóttir úr GK og Heiða Guðnadóttir GM eigast við en Signý hefur tvívegis sigrað í þessari keppni en Heiða aldrei. Í hinni undanúrslitaviðureigninni leika Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Anna Sólveig Snorradóttir úr GK. Ólafía er ríkjandi Íslandsmeistari í golfi en hún lagði Tinnu Jóhannsdóttur úr GK í morgun í riðlakeppninni í úrslitaleik um hvor þeirra færi í undanúrslit. Tinna hafði titil að verja á mótinu. Það er ljóst að nýtt nafn verður skrifað á Lesa meira
GHG: Þuríður sigraði í Opna Hótel Selfoss kvennamótinu
Í gær, kvennafrídaginn fór fram Opna Hótel Selfoss kvennamótið; styrkt af Hótel Selfoss og voru vinningar af glæsilegri endanum! Þátttakendur voru 34. Helstu úrslit voru þau að Þuríður Gísladóttir, GHG, sigraði með 41 glæsipunkt á Gufudalsvelli. Annars voru úrslit eftirfarandi: 1 Þuríður Gísladóttir GHG 20 F 21 20 41 41 41 2 Harpa Rós Björgvinsdóttir GHG 15 F 20 17 37 37 37 3 Petrún Björg Jónsdóttir GM 12 F 20 14 34 34 34 4 Arnheiður Jónsdóttir GHG 26 F 15 17 32 32 32 5 Hildur Gylfadóttir GK 14 F 16 16 32 32 32 6 Jóhanna Margrét Sveinsdóttir GSE 22 F 13 18 31 31 31 7 Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Björgvin Sigmundsson – 20. júní 2015
Afmæliskylfingur dagsins er Björgvin Sigmundsson. Björgvin fæddist 20. júní 1985 og á því 30 ára stórafmæli í dag. Hann er í Golfklúbbi Suðurnesja og hefir unnið mörg opin mót . Komast má á heimasíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Björgvin Sigmundsson Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Glenna Collett Vare, 20. júní 1903; Robert Trent Jones, 20. júní 1906; Crystal Fanning 20. júní 1982 (33 ára); Florentyna Parker, 20. júní 1989 (26 ára); Jaclyn Sweeney, 20. júní 1989 (26 ára) ….. og ….. Hafþór Bardi Birgisson (42 ára) Helena Mjöll Jóhannsdóttir (55 ára) Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé (46 ára) Lesa meira
Eimskipsmótaröðin 2015 (4): Íslandsmótið í holukeppni stendur sem hæst
Íslandsmótið í holukeppni stendur sem hæst núna í blíðviðrinu á Akureyri. Aðstæður á Jaðarsvelli eru frábærar og veðrið leikur eins og segir við keppendur og gesti. Lokaumferðin í riðlakeppninni fór fram fyrir hádegi í dag og þá skýrðist hvaða kylfingar komast í átta manna úrslit í karla – og kvennaflokki. Það eru eftirfarandi kylfingar: Karlaflokkur Kristján Þór Einarsson, GM mætir Benedikt Sveinssyni, GK Theódór Emil Karlsson, GM mætir Daníel Hilmarssyni, GKG Stefán Már Stefánsson, GR mætir Eyþóri Hrafnari Ketilssyni, GA Axel Bóasson, GK mætir Sigurþóri Jónssyni, GK Kvennaflokkur Heiða Guðnadóttir GM og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR sitja hjá og eru automatískt komnar í 4 manna úrslit Helga Kristín Einarsdóttir, NK Lesa meira
US Open 2015: Poulter svarar kommenti áhanganda
Ian Poulter er ekki vanur að liggja á skoðunum sínum, hvorki innan né utan vallar. Hann hefir svo til skoðun á öllu og lætur þær líka gjarnan í ljós og það skapar honum m.a. óvinsældir á golfvellinum. Nú á US Open missti Poults pútt og einn áhorfandinn var ekki seinn á sér að kommenta á púttið. „Nice putt Sally“ heyrðist frá áhorfendastúkunum og Poulter setti höndina að eyra sér og eggjaði viðkomandi að endurtaka ummælin. Ekkert svar. Hér má sjá myndskeið af atvikinum SMELLIÐ HÉR:
US Open 2015: Tiger komst ekki í gegnum niðurskurð
Tiger Woods komst ekki í gegnum niðurskurð á 115. móts Opna bandaríska, eftir hringi upp á 80 og 76. Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 2006, sem Tiger kemst ekki í gegnum niðurskurð. Tiger var með versta hring sinn á Opna bandaríska risamótinu á 1. hring mótsins og síðan fylgdi hann því eftir í gær með 8 skolla hring og spilar því ekki um helgina. Um hring sinn sagði Tiger: „Á golfvelli sem þessum er maður berskjaldaður. Maður verður að vera nákvæmur og í formi. Augljóslega er ég það ekki.“ Tiger viðurkenndi að hann væri að spila versta golf ævi sinnar og er nú hruninn niður í 195. sæti Lesa meira
PGA: Spieth og Reed efstir e. 2. dag Opna bandaríska
Það er bandarísku kylfingarnir Jordan Spieth og Patrick Reed sem eru efstir e. 2. dag Opna bandaríska. Báðir eru búnir að spila á 5 undir pari; Spieth (68 67) og Reed (66 69). Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á Opna bandaríska SMELLIÐ HÉR:
Birgir Leifur T-44 e. 2. dag í Frakklandi
Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, tekur þátt á Najeti Open Presented by Neuflize OBC, sem er hluti af Áskorendamótaröð Evrópumótaraðarinnar. Mótið fer fram hjá St. Omer golfklúbbnum í Lumbres, í Frakklandi. Birgir Leifur hefir leikið á samtals 2 yfir pari, 144 höggum (72 72) og er sem stendur T-44. Þar með komst Birgir Leifur í gegnum niðurskurð í dag, sem er stórglæsilegt eins og allt hjá honum! Á hringnum í dag fékk Birgir Leifur 5 fugla, 4 skolla og 1 skramba. Til þess að sjá stöðuna á Najeti Open e. 2. dag SMELLIÐ HÉR:










