Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 19. 2015 | 07:00

US Open 2015: Tiger í 3. neðsta sæti e. 1. dag – Á 80 höggum – Var samt betri en Fowler!

Erfiðleikar Tiger Woods halda áfram.

Hann er nú í 3. neðsta sætinu í mótinu eftir 1. dag Opna bandaríska, þar sem hann var á versta skorinu á ferli sínum í mótinu eða heilum 10 yfir pari, 80 höggum.

Á hringnum var Tiger aðeins með 1 fugl en hins vegar 8 skolla og einn þrefaldan skolla á par-4 14. braut Chambers Bay þar sem hann var á „byrjenda 7-u“.  Algerlega ótrúlegt að fylgjast með flumbrugangi Tiger þar.

Í viðtali eftir hringinnn sagði Tiger að það jákvæða væri þó að hann hefði verið á lægra skori en Rickie Fowler, sem var í ráshóp honum og Louis Oosthuizen, en samtals skor þessa ráshóps eftir 1. hring var 28 yfir pari!!!  Rickie var á 11 yfir pari og Oosthuizen á „langbesta skorinu“ eða 7 yfir pari, 77 höggum; sama og áhugamaðurinn 15 ára Cole Hammer var á!!!

Stundum yrði að fórna skammtímahagsmunum fyrir gróða til langs tíma – en Tiger telur enn að allt sé á góðri leið!!!

Til að sjá stöðuna á Opna bandaríska SMELLIÐ HÉR: