Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 12. 2022 | 20:45

LET & Evróputúrinn: Linn Grant með sögulegan sigur á Volvo Car Scandinavian Mixed mótinu

Linn Grant frá Svíþjóð innsiglaði sögulegan sigur á Volvo Car Scandinavian Mixed mótinu, sem báðar mótaraðir þ.e. Evrópumótröð kvenna annars vegar og hins vegar Evrópumótaröð karla stóðu að. Mótið fór fram í Halmstad golfklúbbnum í Svíþjóð, dagana 9.-12. júní 2022. Sigurinn er sögulegur vegna þess að í dag varð Linn Grant fyrsta konan til þess að sigra í blönduðu móti, mótaraðanna beggja og er þar með fyrsti kvenkyns sigurvegari á DP World Tour þ.e. Evrópumótaraðar karla. Ótrúlega glæsilegt!!! Sigurskor Grant voru 4 hringir undir 70, þ.e. samtals lék hún á 24 undir pari, 264 höggum (66 68 66 64). Öðru sætinu deildu þeir Marc Warren frá Skotlandi og Henrik Stenson, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 12. 2022 | 20:30

Sigríður Svavarsdóttir, formaður GSS, fór holu í höggi á Spáni!!!

Þann 8. júní sl. fór Sigríður Svavarsdóttir, formaður Golfklúbbs Sauðárkróks Skagafirði (skammst. GSS), holu í höggi, í Girona, á Spáni. Hún var í holli með félögum sínum úr GSS: Ingileif, Sævari og Kristjáni Bjarna. Sigríður fékk ásinn á 12. braut á skógarvellinum (Forrest) á Empordá, í Girona. Hún notaði hybrid fjarka á brautinni, sem var 107 m. Tilfinningin var einstök, enda hefur hún aldrei áður farið holu í höggi. Hún var að taka tíið upp þegar hún heyrði fagnaðarhróp spilafélaga sinna. Hollið fagnaði með því að skála í freyðivíni að loknum hringnum. Boltinn góði, sem gaf ásinn, er nú kominn upp í hillu í eldhúsi, í klúbbhúsinu, á Króknum. Golf Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 12. 2022 | 20:00

Unglingamótaröðin 2022 (2): Arnar Daði – GKG – sigraði í fl. 14 ára og yngri

Mót nr. 2 á Unglingamótaröðinni 2022 – Nettómótið – fór fram á Leirdalsvelli hjá GKG, dagana 9.-11. júní 2022. Í strákaflokki 14 ára og yngri luku 30 strákar keppni. Sigurvegari varð Arnar Daði Svavarsson, GKG. Sigurskor hans var 5 yfir pari, 147 högg (72 75). Ótrúlega flott! Hér að neðan má sjá öll úrslit í strákaflokki á Nettómótínu: 1 Arnar Daði Svavarsson, GKG +5 147 högg (72 75) 2 Snorri Hjaltason, GKG +6 148 högg (77 71) 3 Gunnar Þór Heimisson GKG +10 152 högg (74 78) T4 Hjalti Kristján Hjaltason GKG +11 153 högg (77 76) T4 Björn Breki Halldórsson, GKG + 11 153 högg (74 79) 6 Benjamín Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 12. 2022 | 18:00

Unglingamótaröðin 2022 (2): Eva Fanney Matthíasdóttir – GKG – sigraði í U14 stelpna

Mót nr. 2 á Unglingamótaröðinni 2022 – Nettómótið – fór fram á Leirdalsvelli hjá GKG, dagana 9.-11. júní 2022. Í stelpuflokki 14 ára og yngri luku 16 stelpur keppni. Sigurvegari varð Eva Fanney Matthíasdóttir, GKG. Hér að neðan má sjá öll úrslit í stelpuflokki á Nettómótínu: 1 Eva Fanney Matthíasdóttir GKG + 19 161 högg (84 77) T2 Vala María Sturludóttir GL +19 161 högg (82 79) T2 Pamela Ósk Hjaltadóttir GM +19 161 högg (82 79) T2 Ninna Þórey Björnsdóttir GR +19 161 högg (79 82) 5 Erna Steina Eysteinsdóttir GR +27 169 högg (87 82) 6 Embla Hrönn Hallsdóttir GKG +33 175 högg (85 90) 7 Bryndís Eva Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 12. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Rósant Birgisson – 12. júní 2022

Afmæliskylfingur dagsins er Rósant Freyr Birgisson. Rósant er fæddur 12. júní 1971 og á því 51 árs afmæli!!! Rósant er í Nesklúbbnum. Komast má á facebook síðu Rósants til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Rósant Birgisson – 51 árs – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem afmæli eiga í dag eru Mark Calcavecchia, 12. júní 1960 (62 ára); Thuridur Osk Valtysdottir, 12. júní 1963; (59 ára); Birna Ágústsdóttir, GK, 12. júní 1963 (59 ára); Þórhildur Lilja Ólafsdóttir, 12. júní 1967 (55 ára); Sigurpáll Geir Sveinsson, 12. júlí 1975 (47 ára); Matthew Nixon, 12. júní 1989 (33 ára); Sindri Snær Kristófersson, GKG, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 12. 2022 | 14:04

GKG: Hrafnhildur Rafnsdóttir fékk ás

Hrafnhildur Rafnsdóttir, GKG, fékk ás á 4. holu í Mýrinni í gær. Fjórða braut Mýrarinnar er 123 metrar. Golf 1 óskar Hrafnhildi til hamingju með inngönguna í Einherjaklúbbinn!!!

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 12. 2022 | 13:46

Áskorendamótaröð Evrópu: Haraldur varð T-39 á Empordá Challenge

Haraldur Franklín Magnús, GR varð T-39 á móti vikunnar á Áskorendamótarö Evrópu: Empordá Challenge. Mótið fór fram í Girona, á Spáni, dagana 9.-12. júní 2022. Haraldur lék á samtals 1 undir pari, 279 höggum (71 68 72 68). Það var skorinn Liam Johnston, sem sigraði í mótinu á samtals 13 undir pari. Sjá má lokastöðuna á Empordá Challenge með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 12. 2022 | 09:00

PGA: Rory & Tony Finau efstir f. lokahring RBC Canadian Open

Það eru þeir Rory McIlroy og Tony Finau sem eru efstir og jafnir fyrir lokahring RBC Canadian Open. Báðir eru þeir búnir að spila á samtals 11 undir pari, 199 höggum, hvor. Finau átti sérlega glæsilegan 3. hring upp á 62 högg. Í 3. sætinu er sá sem var í forystu á mótinu fyrir helming þess: Wyndham Clark, en hann deilir 3. sætinu með þeim: Justin Thomas, Sam Burns og Alex Smalley, en þeir hafa allir spilað á samtals 9 undir pari, hver og því 2 höggum á eftir forystumönnunum. Sjá má stöðuna á RBC Canadian Open með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 12. 2022 | 00:01

LET: Linn Grant í efsta sæti e. 3. dag Volvo Car Scandinavian Mixed

Það er heimakonan Linn Grant, sem tekið hefir forystuna á Volvo Car Scandinavian Mixed mótinu. Mótið fer fram í Halmstad golfklúbbnum í Svíþjóð dagana 9.-12. júní 2022 og er sérstakt að því leyti að þetta er blandað mót þ.e. þátttakendur eru af báðum kynjum af LET og Evrópumótaröð karla. Hvorki Guðrún Brá Björgvinsdóttir né Ólafía Þórunn Kristinsdóttir taka þátt í mótinu. Grant er búin að spila á samtals 16 undir pari, 200 höggum (66 68 66). Hún á 2 högg á Ástralann Jason Scrivener, sem var forystumaður mótsins í hálfleik og 3 högg á sjálfan Henrik Stenson, næsta fyrirliða Evrópu í Rydernum. Sjá má stöðuna á Volvo Car Scandinavian Mixed mótinu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 11. 2022 | 20:00

Golfgrín á laugardegi (24/2022)

Einn á ensku: One fine day, John and Don are out golfing when John slices his ball deep into a wooded ravine. He grabs his 7-iron and proceeds down the embankment into the ravine in search of his ball. The brush is quite thick, but he searches diligently and suddenly he spots something shiny. As he gets closer, he realizes that the shiny object is in fact a 7-iron in the hands of a skeleton lying near an old golf ball. John excitedly calls out to his golfing partner: “Hey Don, come here. I’ve got some real trouble down here.” Don comes running over to the edge of the ravine Lesa meira