
Sigríður Svavarsdóttir, formaður GSS, fór holu í höggi á Spáni!!!
Þann 8. júní sl. fór Sigríður Svavarsdóttir, formaður Golfklúbbs Sauðárkróks Skagafirði (skammst. GSS), holu í höggi, í Girona, á Spáni.
Hún var í holli með félögum sínum úr GSS: Ingileif, Sævari og Kristjáni Bjarna.
Sigríður fékk ásinn á 12. braut á skógarvellinum (Forrest) á Empordá, í Girona.
Hún notaði hybrid fjarka á brautinni, sem var 107 m.
Tilfinningin var einstök, enda hefur hún aldrei áður farið holu í höggi.
Hún var að taka tíið upp þegar hún heyrði fagnaðarhróp spilafélaga sinna. Hollið fagnaði með því að skála í freyðivíni að loknum hringnum.
Boltinn góði, sem gaf ásinn, er nú kominn upp í hillu í eldhúsi, í klúbbhúsinu, á Króknum.
Golf 1 óskar Sigríði innilega til hamingju með ásinn og inngönguna í Einherjaklúbbinn!!!!
PS: Á golfstað félaganna fjögurra fór fram mót vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu og voru þau 4 því dugleg að hvetja Harald Franklín Magnús áfram á Empordá Challege, en hann lauk keppni á mótinu í dag (12. júní ) og varð T-39, eflaust ekki síst vegna stuðnings fjórmenninganna!
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023
- júlí. 29. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (30/2023)
- júlí. 29. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Signý Marta Böðvarsdóttir – 29. júlí 2023
- júlí. 28. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hinrik Gunnar Hilmarsson og Þórdís Lilja Árnadóttir – 28. júlí 2023
- júlí. 27. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jordan Spieth – 27. júlí 2023
- júlí. 26. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Mick Jagger, Allen Doyle, Sigríður Rósa Bjarnadóttir og Daniel Hillier – 26. júlí 2023