Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 12. 2022 | 00:01

LET: Linn Grant í efsta sæti e. 3. dag Volvo Car Scandinavian Mixed

Það er heimakonan Linn Grant, sem tekið hefir forystuna á Volvo Car Scandinavian Mixed mótinu.

Mótið fer fram í Halmstad golfklúbbnum í Svíþjóð dagana 9.-12. júní 2022 og er sérstakt að því leyti að þetta er blandað mót þ.e. þátttakendur eru af báðum kynjum af LET og Evrópumótaröð karla.

Hvorki Guðrún Brá BjörgvinsdóttirÓlafía Þórunn Kristinsdóttir taka þátt í mótinu.

Grant er búin að spila á samtals 16 undir pari, 200 höggum (66 68 66). Hún á 2 högg á Ástralann Jason Scrivener, sem var forystumaður mótsins í hálfleik og 3 högg á sjálfan Henrik Stenson, næsta fyrirliða Evrópu í Rydernum.

Sjá má stöðuna á Volvo Car Scandinavian Mixed mótinu með því að SMELLA HÉR: 

Í aðalmyndaglugga: Linn Grant. Mynd: LET