Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 12. 2022 | 09:00

PGA: Rory & Tony Finau efstir f. lokahring RBC Canadian Open

Það eru þeir Rory McIlroy og Tony Finau sem eru efstir og jafnir fyrir lokahring RBC Canadian Open.

Báðir eru þeir búnir að spila á samtals 11 undir pari, 199 höggum, hvor.

Finau átti sérlega glæsilegan 3. hring upp á 62 högg.

Í 3. sætinu er sá sem var í forystu á mótinu fyrir helming þess: Wyndham Clark, en hann deilir 3. sætinu með þeim: Justin Thomas, Sam Burns og Alex Smalley, en þeir hafa allir spilað á samtals 9 undir pari, hver og því 2 höggum á eftir forystumönnunum.

Sjá má stöðuna á RBC Canadian Open með því að SMELLA HÉR: