Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 12. 2022 | 20:45

LET & Evróputúrinn: Linn Grant með sögulegan sigur á Volvo Car Scandinavian Mixed mótinu

Linn Grant frá Svíþjóð innsiglaði sögulegan sigur á Volvo Car Scandinavian Mixed mótinu, sem báðar mótaraðir þ.e. Evrópumótröð kvenna annars vegar og hins vegar Evrópumótaröð karla stóðu að.

Mótið fór fram í Halmstad golfklúbbnum í Svíþjóð, dagana 9.-12. júní 2022.

Sigurinn er sögulegur vegna þess að í dag varð Linn Grant fyrsta konan til þess að sigra í blönduðu móti, mótaraðanna beggja og er þar með fyrsti kvenkyns sigurvegari á DP World Tour þ.e. Evrópumótaraðar karla.

Ótrúlega glæsilegt!!!

Sigurskor Grant voru 4 hringir undir 70, þ.e. samtals lék hún á 24 undir pari, 264 höggum (66 68 66 64).

Öðru sætinu deildu þeir Marc Warren frá Skotlandi og Henrik Stenson, verðandi Ryder bikars fyrirliði Evrópu, en þeir léku báðir á 15 undir pari, hvor.  Linn Grant átti hvorki meira né minna en 9 högg á næstu menn!!!

Sjá má lokastöðuna á Volvo Car Scandinavian Mixed mótinu með því að SMELLA HÉR: 

Þess mætti í lokin geta að hvorki Ólafía Þórunn KristinsdóttirGuðrún Brá Björgvinsdóttir voru meðal keppenda.