Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 20. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Crystal Fanning – 20. júní 2022

Afmæliskylfingur dagsins er Crystal Fanning. Crystal fæddist 20. júní 1982 og á því 40 ára stórafmæli í dag. Hún var klúbbmeistari Coolangatta and Tweed Heads golfklúbbsins í  NSW, Ástralíu 3 ár í röð, frá þvi hún var 15 ára. Síðan spilaði Fanning í bandaríska háskólagolfinu með Pepperdine University Þá var hún rönkuð í  7. sæti í NCAA og var útnefnd nýliði ársins í vesturstrandardeildinni (West Coast division). Crystal Fanning spilaði á ALPG mótaröðinni 2005-2007, sem í dag er WPGA mótaröðin (þ.e. áströlsku kvennagolfmótaröðinni.) Crystal vann sér það m.a. til frægðar að koma fram í dagatali sem ástralskir kvenkylfingar gáfu út 2007 og vakti mikla athygli. Sjá má myndina af Fanning hér Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 20. 2022 | 08:00

Opna bandaríska 2022: Matt Fitzpatrick sigraði!

Það var Matt Fitzpatrick(oft bara kallaður Fitz), sem stóð uppi sem sigurvegari á Opna bandaríska 2022. Sigurskor Fitz var 6 undir pari, 274 högg (68 70 68 68). Fitz er fæddur 1. september 1994 og því 27 ára. Sigurinn sagði Fitz að væri „annars heims“ eða á ensku: „Out of this world!“ Þetta er 1. risamótatitill Fitz og að sigurlaunum hlaut hann 3,150 milljónir bandaríkjadala. Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir Fitz voru þeir Will Zalatoris og Scottie Scheffler. Hideki Matsuyama varð síðan einn í 4. sæti á 3 undir pari og fimmta sætinu, á samtals 2 undir pari deildu þeir Rory McIlroy og Collin Morikawa. Mótið fór Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 19. 2022 | 20:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Andri Þór og Bjarki hafa lokið leik á Kaskáda Golf Challenge

Mót vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu var Kaskáda Golf Challenge. Mótið fór fram á Kaskáda Golf Resort, í Brno, Tékklandi, dagarna 16.-19. júní 2022 og lauk í dag Fjórir íslenskir kylfingar tóku þátt í mótinu: Andri Þór Björnsson, GR; Bjarki Pétursson, GB & GKG; Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og Haraldur Franklín Magnús, GR, en aðeins Andri Þór og Bjarki komust í gegnum niðurskurð að þessu sinni. Andri Þór og Bjarki hafa nú lokið leik sínum. Andri Þór lék á samtals spilað á sléttu pari, 284 höggum (70 71 70 73). Andri lauk keppni  T-46. Bjarki lék á samtals 7 yfir pari, 291 höggi (69 72 74 76) og lauk keppni T-72. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 19. 2022 | 18:00

Íslandsmótið í holukeppni 2022: Saga og Sigurður Bjarki Íslandsmeistarar!!!

Saga Traustadóttir, GKG, og Sigurður Bjarki Blumenstein, GR, eru Íslandsmeistarar í holukeppni 2022. Úrslitin réðust í dag á Hlíðavelli í Mosfellsbæ. Þetta er í annað sinn sem Saga fagnar þessum titli en þetta er fyrsti titill Sigurðar Bjarka á GSÍ mótaröðinni. Pamela Ósk Hjaltadóttir, GM varð önnur í kvennaflokknum og Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK varð þriðja. Kristófer Orri Þórðarson, GKG, varð annar í karlaflokknum og Kristján Þór Einarsson, GM varð þriðji

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 19. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sjöfn Björnsdóttir – 19. júní 2022

Það er Sjöfn Björnsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Sjöfn er fædd 19. júní 1957 og á því 65 ára merkisafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með daginn Sjöfn Björnsdóttir – 19. júní 1957 Innilega til hamingju með 65 ára afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Sjofn Bjornsdottir (65 ára STÓRAFMÆLI!!!); Daniel Silva, 19. júní 1966 (56 ára); Haukur Ingi Jónsson (53 ára); Bílnet Gunnar Ásgeirsson (52 ára); Matthías P. Einarsson (48 ára); Sturlaugur H Böðvarsson (41 árs); Seema Saadekar 19. júní 1985 (37 ára); Ai Miyazato, 19. júní 1985 (37 ára); Einar Marteinn Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 19. 2022 | 01:00

Opna bandaríska 2022: Zalatoris og Fitz efstir f. lokahringinn

Tveir kylfingar eru efstir og jafnir fyrir lokahring Opna bandaríska, þeir Will Zalatoris og Matt Fitzpatrick. Báðir eru þeir búnir að spila á samtals 4 undir pari, 206 höggum; Zalatoris (69 70 67) og Fitz (68 70 68). Spennandi að sjá hvort Zalatoris nái að halda út í þetta sinn, en. hann var meðal forystumanna á PGA Championship mótinu, en varð síðan að láta í minni pokann. Er hans tími kominn á morgun? Einn í 3. sæti er Jon Rahm á samtals 3 undir pari og jafnir í 4. sæti á 2 undir pari eru síðan 3 kylfingar: Scottie Scheffler, Keegan Bradley og Adam Hadwin. Sjá má stöðuna á Opna Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 18. 2022 | 22:45

NGL: Axel náði ekki niðurskurði á Junet Open

Axel Bóasson, GK, tók þátt á Junet Open, sem er mót á Ecco-mótaröðinni sem er hluti af Nordic Golf League. Því miður náði Axel ekki í gegnum niðurskurð að þessu sinni, lék á samtals 5 yfir pari, 149 höggum (74 75). Niðurskurður miðaðist við samtals 2 yfir pari eða betra. Meðal keppenda í mótinu er Aron Bergsson, en hann keppir fyrir Hills golfklúbbinn og undir sænskum fána. Sjá má stöðuna á Junet Open með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 18. 2022 | 22:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Andri Þór og Bjarki luku 3. hring á Kaskáda Golf Challenge

Mót vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu er Kaskáda Golf Challenge. Mótið fer fram á Kaskáda Golf Resort, í Brno, Tékklandi, dagarna 16.-19. júní 2022. Fjórir íslenskir kylfingar tóku þátt í mótinu: Andri Þór Björnsson, GR; Bjarki Pétursson, GB & GKG; Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og Haraldur Franklín Magnús, GR, en aðeins Andri Þór og Bjarki komust í gegnum niðurskurð að þessu sinni. Geir léku 3. hring í dag.  Andri Þór hefir þá samtals spilað á 2 undir pari, 211 höggum (70 71 70). Andri er sem stendur T-46 Bjarki hefir leikið á samtals 2 yfir pari, 215 höggum (69 72 74) og er T-68. Sjá má stöðuna á Kaskáda Golf Challenge með því Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 18. 2022 | 21:00

Íslandsmótið í holukeppni 2022: Úrslit í 8 manna úrslitum

Í dag réðust úrslit í 8-manna úrslitum á Íslandsmótinu í holukeppni í golfi 2022. Keppnin fer fram á Hlíðavelli í Mosfellsbæ, hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar, en Golfsamband Íslands er framkvæmdaraðili mótsins. Aðstæður voru nokkuð krefjandi og tölverður vindur var á keppnisvellinum – en Hlíðavöllur er í góðu ástandi og kunnu keppendur vel að meta vallaraðstæður. Úrslit úr leikjum dagsins í 8-manna úrslitum eru hér fyrir neðan. Undanúrslitin fara fram í fyrramálið á Hlíðavelli og úrslitaleikirnir hefjast rétt eftir kl. 12:30 á sunnudag. Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK, sigraði Fjólu Margréti Viðarsdóttur, GS, 3/2. Árný Eik Dagsdóttir, GR, sigraði Ásdísi Valtýsdóttir, GR, 2/0. Pamela Ósk Hjaltadóttir, GM sigraði 3/2 gegn Berglindi Erlu Baldursdóttur, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 18. 2022 | 20:00

Golfgrín á laugardegi (25/2022)

Einn stuttur á ensku: Golfer: I would move both heaven and earth to get a birdie today. Caddie: Try heaven. You have moved most of the earth already today.