Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 19. 2022 | 18:00

Íslandsmótið í holukeppni 2022: Saga og Sigurður Bjarki Íslandsmeistarar!!!

Saga Traustadóttir, GKG, og Sigurður Bjarki Blumenstein, GR, eru Íslandsmeistarar í holukeppni 2022.

Úrslitin réðust í dag á Hlíðavelli í Mosfellsbæ.

Þetta er í annað sinn sem Saga fagnar þessum titli en þetta er fyrsti titill Sigurðar Bjarka á GSÍ mótaröðinni.

Pamela Ósk Hjaltadóttir, GM varð önnur í kvennaflokknum og Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK varð þriðja.

Kristófer Orri Þórðarson, GKG, varð annar í karlaflokknum og Kristján Þór Einarsson, GM varð þriðji