Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 22. 2022 | 22:00

Ragnhildur og Perla Sól úr leik á Opna breska áhugamannamótinu

GR-ingarnir Ragnhildur Kristinsdóttir og  Perla Sól Sigurbrandsdóttir eru úr leik í holukeppnishluta Opna breska áhugamannamótsins. Perla Sól, sem er aðeins 15 ára gömul, mætti Ingrid Lindblad frá Svíþjóð í dag, en hún er í 2. sæti á heimslista áhugakylfinga.Lindblad var á dögunum í baráttunni um sigurinn á Opna bandaríska meistaramótinu þar sem hún endaði í 11. sæti. Hún gat ekki tekið við verðlaunafé fyrir þann árangur, 26 milljónir kr., þar sem hún er enn áhugakylfingur. Viðureign Perlu Sól og Lindblad lauk 3&1 Lindblad í vil. Ragnhildur mætti hinni þýsku Celine Sattelkau frá Þýskalandi og fór viðureign þeirra einnig 3&1, því miður Sattelkau í vil. Opna breska áhugamannamótið fer fram á Hunstanton Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 22. 2022 | 20:00

EM einstaklinga: Hlynur T-46 e. 1. dag

Hlynur Bergsson, GKG, hóf leik í dag, 22. júní 2022 á Evrópumóti áhugakylfinga í keppni einstaklinga. Mótið fer fram á Parador Campo de Golf El Saler vellinum, í Valencia, á Spáni. Mótið stendur dagana 22.-25. júní 2022. Völlurinn er einn af allra þekktustu keppnisvöllum Spánar og Evrópu – og hefur úrtökumót fyrir Evrópumótaröð karla farið fram á þessum velli. Völlurinn er um 6.300 metrar á þessu móti. Hlynur, sem stundar háskólanám í Bandaríkjunum, hóf leik kl. 13:25 að íslenskum tíma í dag. Keppnisformið er höggleikur og verða leiknar 72 holur á fjórum keppnisdögum. Eftir 1. dag er Hlynur T-22; kom í hús á 1 yfir pari, 73 höggum. Sjá má Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 22. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Kristinn J. Gíslason – 22. júní 2022

Afmæliskylfingur dagsins er Kristinn J. Gíslason. Kristinn er fæddur 22. júní 1952 og á því 70 ára merkisafmæli í dag!!! Kristinn er kvæntur Elísabetu Erlendsdóttur og er faðir ofurkylfinganna Alfreðs Brynjar og Ólafíu Þórunnar, sem er m.a. fyrsti íslenski kvenkylfingurinn til þess að öðlast þátttökurétt á LPGA. Auk þess eiga Kristinn og Elísabet son, Kristinn Jósep, sem spilar golf og tvær dætur, sem spila ekki golf og barnabörn, sem eflaust eiga eftir að reyna fyrir sér í golfi. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan Kristinn J. Gíslason – 70 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Aðrir frægir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 22. 2022 | 10:00

Ragnhildur og Perla Sól keppa í 64 manna úrslitum á Opna breska áhugamannamótinu

Ragnhildur Kristinsdóttir og Perla Sól Sigurbrandsdóttir, báðar úr GR, komust áfram í 64 manna úrslit á Opna breska áhugamannamótinu, sem fram fer á Hunstanton vellinum á austurströnd Englands, 20.-25. júní 2022. Mótið er eitt af allra sterkustu áhugamannamótum veraldar í kvennaflokki og á mótið sér langa sögu. Alls hófu 144 keppendur leik og var keppendahópurinn skipaður mjög sterkum leikmönnum. Fyrstu tvo keppnisdagana var leikinn höggleikur og komust 64 efstu í holukeppnina, sem tekur við eftir höggleikinn. Ísland var með 5 keppendur á þessu móti og er það í sögulegu samhengi met. Aldrei áður hefur Ísland átt svo marga keppendur á þessu móti á sama tíma. Gengi íslensku keppendanna var eftirfarandi Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 22. 2022 | 09:00

Brooks Koepka dregur sig úr Travelers

Margir eiga erfitt með að trúa að Brooks Koepka sé að yfirgefa PGA Tour og flytja sig yfir til nýju sádí-arabísku ofurgolfdeildarinnar, LIV Golf Series. Það sem bent hefir verið á í því sambandi er að Brooks sé skráður til leiks í einu móta PGA Tour nú í vikunni og engar yfirlýsingar hafi borist um flutninginn, hvorki frá honum né LIV golf Series. Nú hefir það gerst að Brooks Koepka hefir dregið sig úr Travelers Championship, mótinu á PGA Tour, sem hann var skráður í og nú er bara beðið eftir yfirlýsingu frá honum um að hann skipti yfir til LIV, sbr. Golf Digest. PGA Tour tilkynnti að Mark Hubbard Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 21. 2022 | 20:00

GSÍ: Landslið Íslands valin fyrir EM í liðakeppni

Ólafur Björn Loftsson, afreksstjóri Golfsambands Íslands, hefur tilkynnt hvaða leikmenn skipa landslið Íslands í karla-, kvenna-, pilta- og stúlknaflokki á Evrópumótunum í liðakeppni 2022. Karla-, kvenna- og stúlknaliðin eru í efstu deild en piltalandsliðið er í næstefstu deild. Landslið Íslands eru skipuð leikmönnum sem eru áhugakylfingar. Ólafur hefur jafnframt tilkynnt hvaða leikmenn verða fulltrúar Íslands á tveimur mótum fyrir kylfinga 16 ára og yngri, annars vegar European Young Masters og hins vegar R&A Junior Open. Karlalið Íslands: Karlalið Íslands keppir á Royal St. George’s vellinum í Englandi 5.-9. júlí, þar sem opna breska fór fram í fyrra. Þjálfari liðsins er Ólafur Björn Loftsson og Baldur Gunnbjörnsson er sjúkraþjálfari liðsins. Eftirtaldir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 21. 2022 | 18:00

GSK: Drífið ykkur norður á Opna Fiskmarkaðsmótið!!!

Næsta sunnudag 26. júní 2022 verður haldið Opna Fiskmarkaðsmótið á Skagaströnd. Þetta er einstakt tækifæri til þess að kynnast Háagerðisvelli, ef þið hafið ekki enn spilað hann og taka þátt í skemmtilegu móti! Ræst er út af öllum teigum kl. 10:00 Skráning í mótið er til kl. 19:00 laugardaginn 25. júní. Kept verður í punktakeppni með forgjöf Hægt er að skrá sig í Golfboxinu og komast inn á það með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 21. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Carly Booth –—— 21. júní 2022

Afmæliskylfingur dagsins er Carly Booth. Carly er fædd 21. júní 1992 og á því 30 ára stórafmæli í dag. Árið 2009, þá 17 ára varð hún yngsti skoski kvenkylfingurinn til þess að komast á LET.  Á ferli sínum hefir hún sigrað 3 sinnum á LET og eins einu sinni á LET Access. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Hrund Þórarinsdóttir, 21. júní 1967 (55 ára); Ragnhildur Sigurðardóttir, GR, 21. júní 1970 (52 ára);  Matt Kuchar 21. júní 1978 (44 ára); William McGirt 21. júní 1979 (43 ára); Ferðamálasamtök Vestfjarða 21. júní 1983 (39 ára); Bluessamband Vestfjarða, 21. júní 1984 (38 ára); Bae Sang-moon, 21. júní 1986 (36 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 21. 2022 | 14:00

LIV: Brooks Koepka nýjasti kylfingurinn á nýju sádí-arabísku ofurgolfmótaröðinni

Sagt er að bandaríski kylfingurinn Brooks Koepka hafi „verið í viðræðum“ við LIV Golf „í marga mánuði“ og er búist við tilkynningu um flutning hans í þessari viku. Fyrrum Ryder Cup liðsfélagi Brooks, Dustin Johnson, samdi nýlega við nýju ofurgolfmótaröðina, sem studd er af Sádí-Arabíu um 120 milljónir punda eingreiðslu fyrirfram og er talið að Koepka fái eitthvað svipað. Það að Koepka hafi gengið til liðs við LIV hefir komið nokkuð á óvart þar sem Koepka hefir áður gagnrýnt Phil Mickelson fyrir græði. Það kom reyndar á eftir að Mickelson sakaði PGA mótaröðina um „viðbjóðslega græðgi“. Koepka var þá fljótur að benda á kaldhæðnina í orðum Mickelson og skrifaði m.a. á Instagram: Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 21. 2022 | 09:00

LPGA: Jennifer Kupcho sigraði á Meijer Classic e. 3 kvenna bráðabana

Það var hin bandaríska Jennifer Kupcho, sem sigraði á Meijer Classic mótinu. Mótið fór fram dagana 16-19. júní 2022 í Belmont, Michigan. Eftir hefðbundið spil voru 3 efstar og jafnar: Jennifer Kupcho, Leona Maguire frá Írlandi og hin bandaríska Nelly Korda. Allar höfðu þær spilað á samtals 18 undir pari, hver. Það varð því að koma til bráðabana og þar stóð Kupcho sig best. Ein í 4. sæti varð fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, Lydia Ko frá Nýja-Sjálandi  (á samtals 17 undir pari) og T-5 urðu Jessica Korda, Carlota Ciganda, Lexi Thompson og Atthaya Thitikul frá Thailandi, allar á samtals 16 undir pari, hver. Sjá má lokastöðuna á Meijer Lesa meira