Ragnhildur og Perla Sól úr leik á Opna breska áhugamannamótinu
GR-ingarnir Ragnhildur Kristinsdóttir og Perla Sól Sigurbrandsdóttir eru úr leik í holukeppnishluta Opna breska áhugamannamótsins. Perla Sól, sem er aðeins 15 ára gömul, mætti Ingrid Lindblad frá Svíþjóð í dag, en hún er í 2. sæti á heimslista áhugakylfinga.Lindblad var á dögunum í baráttunni um sigurinn á Opna bandaríska meistaramótinu þar sem hún endaði í 11. sæti. Hún gat ekki tekið við verðlaunafé fyrir þann árangur, 26 milljónir kr., þar sem hún er enn áhugakylfingur. Viðureign Perlu Sól og Lindblad lauk 3&1 Lindblad í vil. Ragnhildur mætti hinni þýsku Celine Sattelkau frá Þýskalandi og fór viðureign þeirra einnig 3&1, því miður Sattelkau í vil. Opna breska áhugamannamótið fer fram á Hunstanton Lesa meira
EM einstaklinga: Hlynur T-46 e. 1. dag
Hlynur Bergsson, GKG, hóf leik í dag, 22. júní 2022 á Evrópumóti áhugakylfinga í keppni einstaklinga. Mótið fer fram á Parador Campo de Golf El Saler vellinum, í Valencia, á Spáni. Mótið stendur dagana 22.-25. júní 2022. Völlurinn er einn af allra þekktustu keppnisvöllum Spánar og Evrópu – og hefur úrtökumót fyrir Evrópumótaröð karla farið fram á þessum velli. Völlurinn er um 6.300 metrar á þessu móti. Hlynur, sem stundar háskólanám í Bandaríkjunum, hóf leik kl. 13:25 að íslenskum tíma í dag. Keppnisformið er höggleikur og verða leiknar 72 holur á fjórum keppnisdögum. Eftir 1. dag er Hlynur T-22; kom í hús á 1 yfir pari, 73 höggum. Sjá má Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Kristinn J. Gíslason – 22. júní 2022
Afmæliskylfingur dagsins er Kristinn J. Gíslason. Kristinn er fæddur 22. júní 1952 og á því 70 ára merkisafmæli í dag!!! Kristinn er kvæntur Elísabetu Erlendsdóttur og er faðir ofurkylfinganna Alfreðs Brynjar og Ólafíu Þórunnar, sem er m.a. fyrsti íslenski kvenkylfingurinn til þess að öðlast þátttökurétt á LPGA. Auk þess eiga Kristinn og Elísabet son, Kristinn Jósep, sem spilar golf og tvær dætur, sem spila ekki golf og barnabörn, sem eflaust eiga eftir að reyna fyrir sér í golfi. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan Kristinn J. Gíslason – 70 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Aðrir frægir Lesa meira
Ragnhildur og Perla Sól keppa í 64 manna úrslitum á Opna breska áhugamannamótinu
Ragnhildur Kristinsdóttir og Perla Sól Sigurbrandsdóttir, báðar úr GR, komust áfram í 64 manna úrslit á Opna breska áhugamannamótinu, sem fram fer á Hunstanton vellinum á austurströnd Englands, 20.-25. júní 2022. Mótið er eitt af allra sterkustu áhugamannamótum veraldar í kvennaflokki og á mótið sér langa sögu. Alls hófu 144 keppendur leik og var keppendahópurinn skipaður mjög sterkum leikmönnum. Fyrstu tvo keppnisdagana var leikinn höggleikur og komust 64 efstu í holukeppnina, sem tekur við eftir höggleikinn. Ísland var með 5 keppendur á þessu móti og er það í sögulegu samhengi met. Aldrei áður hefur Ísland átt svo marga keppendur á þessu móti á sama tíma. Gengi íslensku keppendanna var eftirfarandi Lesa meira
Brooks Koepka dregur sig úr Travelers
Margir eiga erfitt með að trúa að Brooks Koepka sé að yfirgefa PGA Tour og flytja sig yfir til nýju sádí-arabísku ofurgolfdeildarinnar, LIV Golf Series. Það sem bent hefir verið á í því sambandi er að Brooks sé skráður til leiks í einu móta PGA Tour nú í vikunni og engar yfirlýsingar hafi borist um flutninginn, hvorki frá honum né LIV golf Series. Nú hefir það gerst að Brooks Koepka hefir dregið sig úr Travelers Championship, mótinu á PGA Tour, sem hann var skráður í og nú er bara beðið eftir yfirlýsingu frá honum um að hann skipti yfir til LIV, sbr. Golf Digest. PGA Tour tilkynnti að Mark Hubbard Lesa meira
GSÍ: Landslið Íslands valin fyrir EM í liðakeppni
Ólafur Björn Loftsson, afreksstjóri Golfsambands Íslands, hefur tilkynnt hvaða leikmenn skipa landslið Íslands í karla-, kvenna-, pilta- og stúlknaflokki á Evrópumótunum í liðakeppni 2022. Karla-, kvenna- og stúlknaliðin eru í efstu deild en piltalandsliðið er í næstefstu deild. Landslið Íslands eru skipuð leikmönnum sem eru áhugakylfingar. Ólafur hefur jafnframt tilkynnt hvaða leikmenn verða fulltrúar Íslands á tveimur mótum fyrir kylfinga 16 ára og yngri, annars vegar European Young Masters og hins vegar R&A Junior Open. Karlalið Íslands: Karlalið Íslands keppir á Royal St. George’s vellinum í Englandi 5.-9. júlí, þar sem opna breska fór fram í fyrra. Þjálfari liðsins er Ólafur Björn Loftsson og Baldur Gunnbjörnsson er sjúkraþjálfari liðsins. Eftirtaldir Lesa meira
GSK: Drífið ykkur norður á Opna Fiskmarkaðsmótið!!!
Næsta sunnudag 26. júní 2022 verður haldið Opna Fiskmarkaðsmótið á Skagaströnd. Þetta er einstakt tækifæri til þess að kynnast Háagerðisvelli, ef þið hafið ekki enn spilað hann og taka þátt í skemmtilegu móti! Ræst er út af öllum teigum kl. 10:00 Skráning í mótið er til kl. 19:00 laugardaginn 25. júní. Kept verður í punktakeppni með forgjöf Hægt er að skrá sig í Golfboxinu og komast inn á það með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Carly Booth –—— 21. júní 2022
Afmæliskylfingur dagsins er Carly Booth. Carly er fædd 21. júní 1992 og á því 30 ára stórafmæli í dag. Árið 2009, þá 17 ára varð hún yngsti skoski kvenkylfingurinn til þess að komast á LET. Á ferli sínum hefir hún sigrað 3 sinnum á LET og eins einu sinni á LET Access. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Hrund Þórarinsdóttir, 21. júní 1967 (55 ára); Ragnhildur Sigurðardóttir, GR, 21. júní 1970 (52 ára); Matt Kuchar 21. júní 1978 (44 ára); William McGirt 21. júní 1979 (43 ára); Ferðamálasamtök Vestfjarða 21. júní 1983 (39 ára); Bluessamband Vestfjarða, 21. júní 1984 (38 ára); Bae Sang-moon, 21. júní 1986 (36 Lesa meira
LIV: Brooks Koepka nýjasti kylfingurinn á nýju sádí-arabísku ofurgolfmótaröðinni
Sagt er að bandaríski kylfingurinn Brooks Koepka hafi „verið í viðræðum“ við LIV Golf „í marga mánuði“ og er búist við tilkynningu um flutning hans í þessari viku. Fyrrum Ryder Cup liðsfélagi Brooks, Dustin Johnson, samdi nýlega við nýju ofurgolfmótaröðina, sem studd er af Sádí-Arabíu um 120 milljónir punda eingreiðslu fyrirfram og er talið að Koepka fái eitthvað svipað. Það að Koepka hafi gengið til liðs við LIV hefir komið nokkuð á óvart þar sem Koepka hefir áður gagnrýnt Phil Mickelson fyrir græði. Það kom reyndar á eftir að Mickelson sakaði PGA mótaröðina um „viðbjóðslega græðgi“. Koepka var þá fljótur að benda á kaldhæðnina í orðum Mickelson og skrifaði m.a. á Instagram: Lesa meira
LPGA: Jennifer Kupcho sigraði á Meijer Classic e. 3 kvenna bráðabana
Það var hin bandaríska Jennifer Kupcho, sem sigraði á Meijer Classic mótinu. Mótið fór fram dagana 16-19. júní 2022 í Belmont, Michigan. Eftir hefðbundið spil voru 3 efstar og jafnar: Jennifer Kupcho, Leona Maguire frá Írlandi og hin bandaríska Nelly Korda. Allar höfðu þær spilað á samtals 18 undir pari, hver. Það varð því að koma til bráðabana og þar stóð Kupcho sig best. Ein í 4. sæti varð fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, Lydia Ko frá Nýja-Sjálandi (á samtals 17 undir pari) og T-5 urðu Jessica Korda, Carlota Ciganda, Lexi Thompson og Atthaya Thitikul frá Thailandi, allar á samtals 16 undir pari, hver. Sjá má lokastöðuna á Meijer Lesa meira









