Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 19. 2022 | 20:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Andri Þór og Bjarki hafa lokið leik á Kaskáda Golf Challenge

Mót vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu var Kaskáda Golf Challenge.

Mótið fór fram á Kaskáda Golf Resort, í Brno, Tékklandi, dagarna 16.-19. júní 2022 og lauk í dag

Fjórir íslenskir kylfingar tóku þátt í mótinu: Andri Þór Björnsson, GR; Bjarki Pétursson, GB & GKG; Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og Haraldur Franklín Magnús, GR, en aðeins Andri Þór og Bjarki komust í gegnum niðurskurð að þessu sinni.

Andri Þór og Bjarki hafa nú lokið leik sínum.

Andri Þór lék á samtals spilað á sléttu pari, 284 höggum (70 71 70 73). Andri lauk keppni  T-46.

Bjarki lék á samtals 7 yfir pari, 291 höggi (69 72 74 76) og lauk keppni T-72.

Sjá má lokastöðuna á Kaskáda Golf Challenge með því að SMELLA HÉR:

Í aðalmyndaglugga: Bjarki Pétursson.