Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 18. 2022 | 21:00

Íslandsmótið í holukeppni 2022: Úrslit í 8 manna úrslitum

Í dag réðust úrslit í 8-manna úrslitum á Íslandsmótinu í holukeppni í golfi 2022. Keppnin fer fram á Hlíðavelli í Mosfellsbæ, hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar, en Golfsamband Íslands er framkvæmdaraðili mótsins. Aðstæður voru nokkuð krefjandi og tölverður vindur var á keppnisvellinum – en Hlíðavöllur er í góðu ástandi og kunnu keppendur vel að meta vallaraðstæður.

Úrslit úr leikjum dagsins í 8-manna úrslitum eru hér fyrir neðan.

Undanúrslitin fara fram í fyrramálið á Hlíðavelli og úrslitaleikirnir hefjast rétt eftir kl. 12:30 á sunnudag.

Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK, sigraði Fjólu Margréti Viðarsdóttur, GS, 3/2.
Árný Eik Dagsdóttir, GR, sigraði Ásdísi Valtýsdóttir, GR, 2/0.
Pamela Ósk Hjaltadóttir, GM sigraði 3/2 gegn Berglindi Erlu Baldursdóttur, GM.
Saga Traustadóttir, GKG sigraði Maríu Eir Guðjónsdóttur, GM 1/0.

Í undanúrslitum mætast Pamela Ósk / Hafdís Alda og Saga / Árný Eik.

Saga sigraði á þessu móti árið 2019 á Akranesi. Pamela er yngsti keppandinn á mótinu en hún er 14 ára gömul.

Kristján Þór Einarsson, GM sigraði Svanberg Adda Stefánsson, GK 3/2.
Kristófer Orri Þórðarson, GKG sigraði Gunnlaug Árna Sveinsson, GKG 3/1
Sigurður Bjarki Blumenstein, GR, sigraði Viktor Inga Einarsson, 5/3.
Aron Emil Gunnarsson, GOS, sigraði Sigurð Arnar Garðarsson, GKG, 2/1.

Í undanúrslitum eigast við Sigurður Bjarki / Kristján Þór og Aron Emil Gunnarsson/ Kristófer Orri.

Kristján Þór hefur tvívegis sigrað á Íslandsmótinu í holukeppni, 2009 og 2014 – ásamt því að hafa fagnað Íslandsmeistaratitlinum í golfi árið 2008.

Í aðalmyndaglugga: Sigurður Bjarki Blumenstein, GR á Íslandsmótinu í holukeppni 2022. Mynd: GSÍ