Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 18. 2022 | 18:00

LET: Brontë Law & Garcia liðið sigruðu á Aramco Team Series Ldn

Aramco Team Series London, fór fram dagana 16.-18. júní 2022 á Centurion vellinum í London. Mótið er bæði einstaklings- og liðakeppni. Í einstaklingskeppninni sigraði enski kylfingurinn Brontë Law, en hún lék á samtals 9 undir pari, 210 höggum (68 71 71). Í 2. sæti varð landa hennar Georgia Hall á samtals 8 undir pari og í 3. sæti varð Linn Grant á samtals 7 undir pari. Í liðakeppninni vann „Garcia-liðið“ þ.e. þær Nicole Garcia, Kelly Whaley, Madelene Stavnar og áhugamaðurinn Mia Baker. Sjá má lokastöðuna á Aramco Team Series London með því að SMELLA HÉR: Í aðalmyndaglugga: Garcia-liðið. Mynd: LET

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 18. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Valgerður Kristín Olgeirsdóttir – 18. júní 2022

Afmæliskylfingur dagsins er Valgerður Kristín Olgeirsdóttir. Valgerður Kristín er er fædd 18. júní 1955 og á því 67 ára afmæli í dag! Valgerður Kristín hefir m.a. farið holu í höggi, en það afrekaði hún 10. júlí 2012 þ.e. fyrir u.þ.b. 10 árum. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með stórafmælið hér að neðan Valgerður Kristín Olgeirsdóttir (67 ára – Innilega til hamingju!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jim Albus, 18. júní 1940 (82 ára); Auðun Helgason (48 ára); Árni Sæberg, 18. júní 1998 (24 ára) … og … Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 17. 2022 | 17:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Andri Þór og Bjarki komust g. niðurskurð á Kaskáda Golf Challenge

Mót vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu er Kaskáda Golf Challenge. Mótið fer fram á Kaskáda Golf Resort, í Brno, Tékklandi, dagarna 16.-19. júní 2022. Fjórir íslenskir kylfingar taka þátt í mótinu: Andri Þór Björnsson, GR; Bjarki Pétursson, GB & GKG; Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og Haraldur Franklín Magnús, GR. Tveir Íslendinganna komust gegnum niðurskurð Andri Þór, sem lék á 1 undir pari, 141 höggi  (70 71) og Bjarki, sem sömuleiðis lék á 1 undir pari, 141 höggi  (69 72). Niðurskurður miðaðist einmitt við 1 undir par eða betra. Haraldur Franklín lék á samtals 3 yfir pari, 145 höggum (72 73) og komst ekki í gegn og eins Guðmundur Ágúst, sem lék á samtals Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 17. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Svala Vignisdóttir – 17. júní 2022

Afmæliskylfingur dagsins er Svala Vignisdóttir. Svala er fædd 17. júní 1961 og á því 61 árs afmæli í dag. . Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með afmælið: Svala Vignisdóttir (61 árs – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Judy Kimball Simon, 17. júní 1938 (84 ára); Ísland Best Í Heimi,17. júní 1944 (78 ára); Iceland Ísland (78 ára); Fallega Fólkið, 17. júní 1944 (78 ára) Cathy Sherk (née Graham, 17. júní 1950 (72 ára); Svala Vignisdóttir, 17. júní 1961 (61 árs);  Listasafn Así, 17. júní 1961 (61 árs); Dagbjört Bjarnadóttir, 17. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 17. 2022 | 08:00

Gleðilegan 17. júní 2022!

Gleðilegan Þjóðhátíðardag! Golf 1 óskar lesendum sínum, kylfingum sem öðrum gleðilegs Þjóðhátíðardags! Á þessum degi fagna Íslendingar fæðingu Jóns Sigurðssonar frelsishetju Íslands í sjálfstæðisbaráttunni, en á fæðingardegi hans 1944 var lýðveldið Ísland stofnað á Þingvöllum. Jón Sigurðsson var fæddur 17. júní 1811 á Hrafnseyri við Þingeyri og hefði orðið 210 ára í dag! Í dag, 17. júní fagna Íslendingar sjálfstæði sínu. Og í dag er gul veðurviðvörun um allt land; spáð rigningu og stormi. Í fyrra (2021) voru í boði 7 mót; 13 voru í boði (2020) og 12 árið 2019. Í dag eru 24 mót á mótaskránni, sem eru 17 mótum fleira en í fyrra. Spurning bara hvort þau Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 16. 2022 | 23:59

Opna bandaríska 2022: Adam Hadwin leiðir e. 1. dag

Í dag hófst í Brookline, Massachusetts 122. Opna bandaríska risamótið. Eftir 1. dag leiðir kanadíski kylfingurinn Adam Hadwin, en hann lék á 4 undir pari, 66 höggum. Fimm kylfingar deila 2. sætinu en það eru: Rory McIlroy og síðan 4 fremur óþekktir kylfingar: Callum Tarren frá Englandi, David Lingmerth frá Svíþjóð; Joel Dahmen frá Bandaríkjunum og MJ Daffue frá S-Afríku. Þeir léku allir á 3 undir pari, 67 höggum. Sjá má stöðuna á Opna bandaríska að öðru leyti eftir 1. dag með því að SMELLA HÉR:  Í aðalmyndaglugga: Adam Hadwin

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 16. 2022 | 18:00

„Golfdagurinn á Norðurlandi“ sló í gegn hjá kylfingum á öllum aldri

„Golfdagurinn á Norðurlandi“ fór fram þriðjudaginn 14. júní 2022, á Sauðárkróki. Viðburðurinn fór fram á Hlíðarendavelli á Sauðárkróki og er „Golfdagurinn á Norðurland“ annar viðkomustaðurinn á þessu sumri í samstarfsverkefninu sem GSÍ, KPMG og PGA standa að. Fyrsti viðkomustaðurinn var á Vesturlandi hjá Golfklúbbnum Mostra í Stykkishólmi. Boðið var upp á skemmtilega kynningu á grunnatriðum golfíþróttarinn undir handleiðslu PGA kennara. Fjölmargir kylfingar á öllum aldri komu í heimsókn og skemmtu sér í golfi og skemmtilegum leikjum. Í lok dagsins var boðið upp á grillveislu fyrir þátttakendur. Samhliða Golfdeginum fengu nokkir áhugasamir einstaklingar leiðbeiningar frá PGA kennurunum hvað varðar uppsetningu og framkvæmd einfaldra leikjanámskeiða. Markmiðið með þeirri fræðslu er að skilja Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 16. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Phil Mickelson –—- 16. júní 2022

Það er Phil Mickelson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Mickelson er fæddur 16. júní 1970 í San Diego, Kaliforníu og á því 52 ára afmæli í dag!!! Mickelson er nú nr. 77 á heimslistanum. Mickelson er í 9. sæti yfir þá sem sigrað hafa oftast PGA Tour mót (en Mickelson hefir sigrað í 44 slíkum mótum og nálgaðist óðfluga þann, sem er í 8. sæti með 45 sigra). Nú nær hann honum aldrei því hann hefir verið settur í ævilangt bann frá þátttöku á mótum PGA Tour, vegna þátttöku hans í sádí-arabísku LIV Golf ofurgolfmótaröðinni. Phil sigraði þrívegis á Masters (2004, 2006 og 2010); einu sinni á Opna breska (2013) og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 15. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Justin Leonard – 15. júní 2022

Afmæliskylfingur dagsins er bandaríski kylfingurinn Justin Leonard. Justin sem heitir fullu nafni Justin Charles Garrett Leonard fæddist í Dallas, Texas 15. júní 1972 og á því 50 ára stórafmæli í dag. Leonard gerðist atvinnumaður í golfi 1994. Á þeim tíma hefir hann m.a. sigrað í 12 mótum á PGA mótaröðinni. Einn fræknasti sigur Leonard var þegar hann sigraði á Opna breska árið 1997. Leonard er kvæntur Amöndu og á 4 börn: Skylar Charles Leonard, Luke Garrett Leonard, Avery Kate Leonard og Reese Ella Leonard. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Margaret Ives Abbott, (f.15. júní 1878-d.10. júní 1955); Salthússmarkaður Á Stöðvarfirði 15. júní 1970 (52 ára); Rakel Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 14. 2022 | 20:00

Íslendingarnir 3 úr leik á Opna breska áhugamannamótinu

Þrír íslenskir kylfingar tóku þátt í  Opna breska áhugamannamótinu (The Amateur Championship). Þetta voru þeir: Hlynur Bergsson (GKG), Kristófer Karl Karlsson (GM) og Hákon Örn Magnússon (GR). Alls eru 288 keppendur og eru þeir allir í fremstu röð áhugakylfinga á heimsvísu. Leiknar voru 36 holur og að þeim loknum tekur við holukeppni þar sem að 64 efstu leika til úrslita. Ólafur Björn Loftsson, afreksstjóri Golfsambands Íslands, er með í för. Mótið fer fram dagana 13.-15. júní 2022 og er keppt er á tveimur völlum, Royal Lytham og St. Annes Old Links, sem eru þekktir keppnisvellir og eru staðsettir eru fyrir norðan Liverpool og rétt sunnan við Blackpool. Mótið á sér langa Lesa meira