Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 20. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Crystal Fanning – 20. júní 2022

Afmæliskylfingur dagsins er Crystal Fanning. Crystal fæddist 20. júní 1982 og á því 40 ára stórafmæli í dag. Hún var klúbbmeistari Coolangatta and Tweed Heads golfklúbbsins í  NSW, Ástralíu 3 ár í röð, frá þvi hún var 15 ára. Síðan spilaði Fanning í bandaríska háskólagolfinu með Pepperdine University Þá var hún rönkuð í  7. sæti í NCAA og var útnefnd nýliði ársins í vesturstrandardeildinni (West Coast division).

Crystal Fanning spilaði á ALPG mótaröðinni 2005-2007, sem í dag er WPGA mótaröðin (þ.e. áströlsku kvennagolfmótaröðinni.) Crystal vann sér það m.a. til frægðar að koma fram í dagatali sem ástralskir kvenkylfingar gáfu út 2007 og vakti mikla athygli. Sjá má myndina af Fanning hér að neðan:

Crystal Fanning

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Glenna Collett Vare, 20. júní 1903; Robert Trent Jones, 20. júní 1906; Helena Mjöll Jóhannsdóttir, 20. júní 1960 (62 ára); Berglind Þórhallsdóttir, 20. júní 1960 (62 ára); Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé, 20. júní 1969 (53 ára); Hafþór Bardi Birgisson, 20. júní 1973 (49 ára); Crystal Fanning 20. júní 1982 (40 ára); Björgvin Sigmundsson, GS, 20. júní 1985 (37 ára); Florentyna Parker, 20. júní 1989 (33 ára); Jaclyn Sweeney, 20. júní 1989 (33 ára); Glerstúdíó Nytjalist ….. og …..

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is