Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 18. 2022 | 22:45

NGL: Axel náði ekki niðurskurði á Junet Open

Axel Bóasson, GK, tók þátt á Junet Open, sem er mót á Ecco-mótaröðinni sem er hluti af Nordic Golf League.

Því miður náði Axel ekki í gegnum niðurskurð að þessu sinni, lék á samtals 5 yfir pari, 149 höggum (74 75).

Niðurskurður miðaðist við samtals 2 yfir pari eða betra.

Meðal keppenda í mótinu er Aron Bergsson, en hann keppir fyrir Hills golfklúbbinn og undir sænskum fána.

Sjá má stöðuna á Junet Open með því að SMELLA HÉR: